Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Vista
fjölbýlishús

Sóltún 5

105 Reykjavík

83.900.000 kr.

811.412 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2250498

Fasteignamat

80.800.000 kr.

Brunabótamat

56.880.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2000
svg
103,4 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Hjólastólaaðgengi
svg
Bílastæði
svg
Lyfta
svg
Laus strax

Lýsing

**EIGNIN ER SELD ÁN FYRIRVARA AÐ LOKNU FYRSTA OPNA HÚSI. FÆRRI FENGU EIGNINA EN VILDU. 
ERUM MEÐ KAUPENDUR AÐ SAMBÆRILEGUM EIGNUM Í TÚNUNUM EF ÞÚ ERT Í SÖLUHUGLEIÐINGUM**

Guðbjörg Helga og Gylfi Jens löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX kynna Sóltún 5, 105 Reykjavík.

Mjög björt og skemmtileg 3-4 herbergja 103,4 fm íbúð á 3. hæð með rúmgóðum suðursvölum með glerlokun og sérstæði í bílakjallara á góðum stað gengt innkeyrsluhurð. Í íbúð er ein geymsla en svo fylgja tvær rúmgóðar geymslur í kjallara og er önnur þeirra utan fermetratölu. Húsið var byggt árið 2000 og er 7 hæða með gróinni lóð og sameiginlegum bílastæðum þar, auk bílakjallara. Húsið er klætt að utan og því viðhaldslétt. Sameign er afar snyrtileg. Rafstýrðar hurðaopnanir eru í sameign og myndavéladyrasími. Lyfta er í húsinu. öll þjónusta og fjöldi verslana í næsta nágrenni.
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

                   **SÆKTU SÖLUYFIRLIT HÉR MILLILIÐALAUST** 

                   ** 3-D: SKOÐAÐU EIGNINA BETUR Í ÞRÍVÍDD OG MÁTAÐU ÞIG OG HÚSGÖGNIN ÞÍN MEÐ MÆLISTIKUNNI  - SMELLTU HÉR**


Núverandi skipulag:
Forstofa, stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, 2 svefnherbergi, þvottahús, geymsla innan íbúðar, svalir og 2 sérgeymslur í kjallara, stæði í bílakjallara.

Nánari lýsing:
Samstætt eikarparket er í íbúðinni, fyrir utan þvottahús og baðherbergi þar sem eru flísar.
Forstofa: Parket á gólfi og góðir fataskápar.
Stofa/ Borðstofa: Björt og rúmgóðar stofur með eikarparketi á gólfi og sólbekkjum við glugga. Útgengi út á suðursvalir með glerlokun en hægt er að renna glerinu til hliðar. Lausar viðarflísar á svalagólfi. Rafmagnstengill á svölum. 
Eldhús: L-laga viðarinnrétting með glerhurðum að hluta og hvítri borðplötu, helluborð, vifta, bakaraofn í góðri vinnuhæð og uppþvottavél. Nettur borðkrókur. Útgengi bæði í stofu og borðstofu. Vaskur er með rafmagnskvörn. Flísar á gólfi og á milli innréttinga á vegg. Veggur milli eldhúss og stofu er léttur án burðar ef fólk vill sameina eldhús við stofur.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Hornsturtuklefi. Ljós innrétting með handlaug og skápum undir og vegghengdum speglaskáp. Hvítur tvöfaldur skápur með speglahurðum. Upphengt salerni, hvítur handklæðaofn.
Herbergi I: Rúmgott með stórum skáp eftir einum vegg. Eikarparket á gólfi.
Herbergi II: Rúmgott með tvöföldum skáp. Eikarparket á gólfi.
Þvottahús: Flísar á gólfi og stálvaskur.
Geymsla I innan íbúðar: Nett og gæti nýst vel sem fataherbergi eða lítil geymsla.
Geymsla II í kjallara: 5,9 fm að stærð og er í uppgefnum fermetrum íbúðar.
Geymsla III í kjallara: Búið er að stúka af sameignarrými og skipta þvi upp í læstar geymslur. Þessi geymsla er tæpir 5 fm og er utan uppgefinna fermetra.
Sérstæði í afar snyrtilegri bílageymslu. Búið er að leggja nýja rafmagnsstofna í bílageymslu, sem auðveldar að setja upp rafhleðslustöð.
Afar snyrtileg sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er á jarðhæð næst lyftu. Sérútgangur er þar fyrir hjól og vagna.

Samantekið er þetta afar sjarmerandi og skemmtileg 3-4 herbergja íbúð á vinsælum stað í viðhaldsléttu alklæddu húsi vel staðsett í Túnunum, rétt við Teigahverfið og miðborgina. Verslanir, skólar, íþróttastarf og ýmis þjónusta er í göngufjarlægð. Frá íbúðinni er víðsýnt og sést aðeins í Esjutoppana, lágreistur leikskóli er á lóðinni gengt húsinu. Næg bílastæði. 

Allar nánari upplýsingar veita:
Guðbjörg Helga
löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í netfanginu gudbjorg@remax.is og síma 897 7712.
Gylfi Jens löggiltur fasteignasali og lögmaður  í netfanginu gylfi@remax.is og síma 822 5124.
 

img
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
RE/MAX
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
img

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík