Lýsing
Trausti fasteignasala kynnir í einkasölu afar smekklega vel skipulagða 85,7 fm. íbúð á efri hæð í steinsteyptu fjórbýlishúsi byggðu árið 2017.
Björt og falleg útsýnisíbúð með aukinni lofthæð.
Eignin skiptist þannig:
Anddyri: Flísar á gólfum og skápur.
Eldhús: Falleg innrétting í opnu og björtu rými. Nýleg tæki og nóg skápapláss. Parket á gólfi..
Stofa og borðstofa: Mikil lofthæð, stórir gluggar og gott útsýni til sjávar.
Svefnherbergisgangur/hol: Parket á gólfi
Baðherbergi: Flísar í hólf og gólf með góðri sturtuaðstöðu. Upphengt salerni og handklæðaofn. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Herbergi I (hjónaherbergi): Rúmgott og bjart herbergi með parket á gólfi. Gott skápapláss.
Herbergi II: Parket á gólfi og fataskápur.
Geymsluherbergi: Getur nýst sem svefnherbergi eða skrifstofa. Parket á gólfi.
Annað: Fyrir framan húsið er steypt stétt og hellulagt bílastæði. Engir þröskuldar eru í íbúðinni og því aðgengi með besta móti. Íbúð með sér inngangi og gengið beint inn.
Hér er á ferð afar falleg og vel skipulögð íbúð með skemmtilegu útsýni út á fjörðinn fagra. Frábær fyrstu kaup sem og fyrir þá sem vilja fara í minna húsnæði og viðhaldsminna.
Bókið skoðun hjá Bjössa því sjón er sögu ríkari.
Nánari upplýsingar veitir Þorbjörn Geir Ólafsson aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 895-5198, tölvupóstur bjossi@trausti.is og Kristján Baldursson
löggiltur fasteignasali, kristjan@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.