Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1997
63,4 m²
2 herb.
1 baðherb.
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Borg fasteignasala kynnir til sölu fallega og vel skipulagða tveggja herbergja íbúð á 9 hæð í lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri við Skúlagötu í Reykjavík. Eignin er skráð 63,4 fm að stærð og skipist í anddyri, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu auk yfirbyggðra suður svala með fallegu útsýni að Skólavörðuholti.
Eignin getur verið laus við undirritun kaupsamnings.
Íbúðina má eingöngu selja félagsmönnum í Félagi eldri borgara og er eignin fyrir 60 ára og eldri.
Nánari lýsing :
Komið inn í anddyri íbúðar um snyrtilega sameign. Í anddyri er rúmgóður fataskápur. Eldhús, borð- og setustofa eru í sameiginlegu opnu alrými þar sem er parket á gólfi og fallegur gluggi til suðurs. Eldhús er með ágætri U-laga innréttingu þar sem er góð vinnuaðstaða, ágætt skápapláss, ofn í vinnuhæð, eldra helluborð og gufugleypir þar yfir. Borð- og setustofa koma í beinu framhaldi frá eldhúsi og þar er parket á gólfi, fyrrgreindur gluggi til suðurs og útgengi á yfirbyggðar suður svalir þar sem njóta má fallegs útsýnis yfir miðbæ Reykjavíkur og upp á Skólavörðuholt.
Svefnherbergi íbúðar er með stórum fataskápum, parketi á gólfi og glugga til suðurs með opnanlegu fagi. Baðherbergi er með ágætri innréttingu með efri og neðri skápum og tengi fyrir þvottavél. Á baðherbergi er einnig sturtuklefi. Á gólfi er dúkur og á veggjum eru flísar. Inn af anddyri íbúðar er loks sérgeymsla íbúðar.
Í húsinu eru tvær lyftur, sameiginlegur samkomusalur, starfandi húsvörður og fjölbreytt félagsstarf. Í næsta húsi (Vitatorgi) er á virkum dögum starfrækt mötuneyti á vegum Reykjavíkurborgar og þar geta íbúar einnig sótt sér ýmsa þjónustu.
Falleg íbúð á frábærum stað þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.
Næst húsinu við aðalinngang, í Lindargötu, rekur Reykjavíkurborg þjónustu fyrir eldri borgara. þar má finna ýmsa þjónustu í boði, meðal annars fjölbreytt félagsstörf og matur, sjá nánar á síðu Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/stadir/lindargata-59-felagsstarf.
Sameign er snyrtileg, meðal annars aðgengi að sameiginlegum svölum á 9.hæð.
Einnig er samkomusalur í húsinu fyrir félagsmenn.
Vel staðsett eign í hjarta miðborgarinnar.
Eignin getur verið laus við undirritun kaupsamnings.
Íbúðina má eingöngu selja félagsmönnum í Félagi eldri borgara og er eignin fyrir 60 ára og eldri.
Nánari lýsing :
Komið inn í anddyri íbúðar um snyrtilega sameign. Í anddyri er rúmgóður fataskápur. Eldhús, borð- og setustofa eru í sameiginlegu opnu alrými þar sem er parket á gólfi og fallegur gluggi til suðurs. Eldhús er með ágætri U-laga innréttingu þar sem er góð vinnuaðstaða, ágætt skápapláss, ofn í vinnuhæð, eldra helluborð og gufugleypir þar yfir. Borð- og setustofa koma í beinu framhaldi frá eldhúsi og þar er parket á gólfi, fyrrgreindur gluggi til suðurs og útgengi á yfirbyggðar suður svalir þar sem njóta má fallegs útsýnis yfir miðbæ Reykjavíkur og upp á Skólavörðuholt.
Svefnherbergi íbúðar er með stórum fataskápum, parketi á gólfi og glugga til suðurs með opnanlegu fagi. Baðherbergi er með ágætri innréttingu með efri og neðri skápum og tengi fyrir þvottavél. Á baðherbergi er einnig sturtuklefi. Á gólfi er dúkur og á veggjum eru flísar. Inn af anddyri íbúðar er loks sérgeymsla íbúðar.
Í húsinu eru tvær lyftur, sameiginlegur samkomusalur, starfandi húsvörður og fjölbreytt félagsstarf. Í næsta húsi (Vitatorgi) er á virkum dögum starfrækt mötuneyti á vegum Reykjavíkurborgar og þar geta íbúar einnig sótt sér ýmsa þjónustu.
Falleg íbúð á frábærum stað þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.
Næst húsinu við aðalinngang, í Lindargötu, rekur Reykjavíkurborg þjónustu fyrir eldri borgara. þar má finna ýmsa þjónustu í boði, meðal annars fjölbreytt félagsstörf og matur, sjá nánar á síðu Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/stadir/lindargata-59-felagsstarf.
Sameign er snyrtileg, meðal annars aðgengi að sameiginlegum svölum á 9.hæð.
Einnig er samkomusalur í húsinu fyrir félagsmenn.
Vel staðsett eign í hjarta miðborgarinnar.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. okt. 2018
40.900.000 kr.
35.200.000 kr.
63.4 m²
555.205 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025