Lýsing
Eggert löggiltur fasteignasali verður á staðnum.
STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða bjarta og opna 3ja herbergja 87,2 fm íbúð á 4. hæð, gengið inn á annarri hæð. Mikið óhindrað til suðurs. Húsið múrviðgert og málað 2017/208 ásamt því að gler og gluggar á norðurhlið voru endurnýjaðir. Baðherbergið var endurnýjað 2020 og eldhús var líka endurnýjað rétt áður. Skipt var um dósir og tengla í íbúð. Skipt var um gólfefni á íbúð ca 2016. Fataskápur í aðalsvefnherbergi var endurnýjaður 2024. Stutt er í alla helstu þjónustu eins og leik- og grunnskóla, verslun, veitingastaði, bókasafn, listasafn, kirkja og margt fleira einnig er stutt út á stofnbraut og þjónustu almenningsvagna.
Íbúðin er 83 fm (merkt 01-0404) og geymsla 4,2 fm (merkt 01-0409) samtals er eignin skráð 87,2 fm skv skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.is
Forstofa er með harðparketi á gólfi ásamt upphengi.
Stofa er með harðparketi á gólfi og þaðan er útgengt á djúpar og skjólgóðar suðursvalir með miklu óhindruðu útsýni.
Eldhús er með harðparket á gólfi og hvítri snyrtilegri innréttingu með grárri borðplötu.
Svefnherbergin eru tvö og eru harðparketi á gólfum og skápar, í barnaherbergi er frístandandi skápur.
Baðherbergi er með flísar í hólf og gólf, sturtuklefi, upphengt wc, handklæðaofn og skúffur undir vask.
Þvottahús á baðherbergi en er líka í sameign á efstu hæð hússins.
Geymsla er í sameign á hæð.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.