Opið hús: Fannborg 5, 200 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 02 04. Eignin verður sýnd mánudaginn 3. febrúar 2025 milli kl. 16:30 og kl. 17:00.
Lýsing
Góða þriggja herbergja 87 m2 íbúð með sér inngangi og yfirbyggðum upphituðum svölum við Fannborg 5 í Kópavogi.
Íbúðin er vel skipulögð með flísalagðri forstofu, tveimur góðum svefnherbergjum og sér þvottahúsi innan íbúðar. Svalir eru að hluta yfirbyggðar og að hluta opnar. Yfirbyggði hlutinn er upphitaður, flísalagður með gólfhita og ofni. Góð 10 fm viðbót við íbúðarrýmið.
Eignin skiptist í forstofu, gang, 2 svefnherbergi,, eldhús, þvottahús, stofu, baðherbergi og geymslu.
Birtar stærðir skv. Þjóðskrá Íslands: Íbúð er 82.4 m2 (merkt 01-0204), geymsla er 4,6 m2 (merkt 01- 0116), samtals 87 m2.
Eignin fæst afhent við kaupsamning
Sækja söluyfirlit strax
Nánari lýsing
Forstofa er með fataskáp, flísar á gólfi.
Svefnherbergi I er rúmgott með fataskáp, harðparket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt með salerni, baðinnréttingu, baðkari og sturtu. Panilklæðning á veggjum.
Eldhús er með hvítri innréttingu, bakarofni, helluborði, gufugleypi yfir, harðperket á gólfi. Góður borkrókur er fyrir framan eldhús.
Þvottahús er inn af eldhúsi (merkt sem skáli á teikningu), með tengi fyrir þvottavél, þurrkara, vaski og áföstum hillum, málað gólf.
Svefnherbergi II er rúmgott, harðparket á gólfi.
Stofa er björt og rúmgóð, harðparket á gólfi. Þaðan er útgengi á svalir í suður.
Svalir eru að hluta yfirbyggðar og að hluta opnar. Yfirbyggði hlutinn er upphitaður, flísalagður með gólfhita og ofni, um10 m2 og opni hlutinn er um 5 m2.
Sér geymsla er í sameign.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla í sameign á 1. hæð.
Sameiginlegt þvottahús í sameign á efstu hæð hússins samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu.
Um er að ræða góða þriggja herbergja íbúð með sér inngangi og upphituðum yfirbyggðum svölum, mjög vel staðsetta í Kópavogi, þaðan sem stutt er í fjölbreytta verslun og þjónustu í Hamraborg og nágrenni. Stutt er í almenningsamgöngur.
Viðhaldssaga:
Fannborg 1-9 var múrviðgert og málað 2017/2018 ásamt því að gler og gluggar voru endurnýjaðir sem þurfti, svalagólf voru flotuð og lökkuð.
Árið 2018 var sett nýtt parkett á íbúðina, fataskáp í svefnherbergi og skipt um dósir og tengla í allri íbúðinni.
Sumarið 2021 var yfirbyggði hluti svalanna flotaður, lagður gólfhiti og ofn og hann flísalagður.
Fyrirhugað:
Sumarið 2025 stendur til að laga verða stéttar fyrir framan Fannborg 1-9, loftræstistokkar hreinsaðir ofl.
Allar nánari upplýsingar veita:
Monika Hjálmtýsdóttir, viðskiptafr., lögg. fasteignasali
í félagi FF / monika@landmark.is / 823-2800
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali
í félagi FF / julius@landmark.is / 823-2600
Láttu okkur selja fyrir þig! Við veitum þér sölu- og kaupráðgjöf án skuldbindingar
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat