Lýsing
Miklaborg kynnir: Vel skipulögð 69,9 fm þriggja herbergja enda íbúð á fimmtu hæð í góðu lyftuhúsi með aðgengi að stæði í bílageymslu.
Mjög góð staðsetning miðsvæðis í Kópavogi með fjölbreyttri verslun og þjónustu í kring. Stutt er út á stofnbraut og í Fossvogsdalinn.
Nánari lýsing:
Forstofa: Fataskápur og trespo gólfplötur á gólfi.
Eldhús: Með trespo gólfplötum, hvítmáluð eldhúsinnrétting, Electrolux eldavél með keramik helluborði, innbyggð uppþvottavél, vifta, borðkrókur og gluggi til norðurs með fallegu útsýni. Eldhús er opið að hluta við stofu.
Stofa og borðstofa: Er rúmgóð og með parket á gólfi. Stór gluggi til norðurs (með nýju gleri) með afar fallegu útsýni að Öskjuhlíðinni, Esjunni, Skessuhorni og víðar.
Hjónaherbergi: Með parket á gólfi, nýjum skápum, glugga til suðurs og útengi á góðar svalir til suðurs.
Svefnherbergi: Parket á gólfi og fataskápur. Gluggi til norðurs með fallegu útsýni að Öskjuhlíðinni, Esjunni, Skessuhorni og víðar.
Baðherbergi: Með sturtuklefa, harðparket á gólfi og flísar á veggjum. Innrétting undir vask og speglaskápar fyrir ofan.
Þvottaherbergi: Er sameiginlegt á hæðinni og með sameiginlegri þvottavél. Málað gólf og útgengi á rúmgóðar svalir til norðurs. Þvottasnúrur í þvottaherbergi og á svölum.
Sér geymsla: Er í kjallara. Málað gólf og hillur.
Hjóla- og vagnageymsla: Er í kjallara með máluðu gólfi, hjólasnögum og glugga til norðurs.
Bílageymsla: Er í kjallara. Gengið inn í hana frá sameign. Sameiginleg stæði í bílageymslu.
Húsið var allt múrviðgert og málað (veggir, tréverk, svalahandrið og svalagólf) árið 2018. Skipt var um gler í glugga í stofu. Nýr myndavéladyrasími í húsinu og eldvarnarhurð inn í íbúð. Auk þess eru nýir skápar í herbergjum og búið að skipta um eldavél, uppþvottavél og eldhúsborðplötur.
Allar nánari upplýsingar gefa Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is eða Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is