Opið hús: Hofsvallagata 18, 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 5. febrúar 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Um er að ræða fallega 2ja herbergja íbúð á 1. hæð sem er 70,5 fm. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, stofu, svefnherbergi og herbergi sem er í dag nýtt sem sjónvarpsherbergi en var áður geymsla í sameign.
Virkilega falleg eign í þessu vinsæla og fallega húsi með helstu verslun og þjónustu í göngufæri.
**Sumarið 2024 voru gluggapóstar og gluggakistur í stofu og eldhúsi pússuð og máluð, þá var skipt um opnanlega glugga í stofu og eldhúsi, og glerjað í opnanlegum gluggum og járn pússað. Skipt var um lagnir undir eldhúsvaski í desember 2024.
Á árinu 2023 var skipt um glugga, gler og pósta á hlið íbúðarinnar sem snýr að Hofsvallagötu, þ.e. bæði svefnherbergi og baðherbergi. Þrefalt gler er nú í þeim rýmum. Sama ár var skipt um salerni og gluggar pússaðir og málaðir í herberginu á neðri hæð íbúðarinnar.
Árið 2022 var íbúðin öll máluð, ef frá er talið herbergi á neðri hæð íbúðarinnar.
Stigagangurinn er mjög snyrtilegur og var málaður árið 2023.**
Lýsing:
Komið er inn á flísalagt forstofuhol með fataskáp/geymsluskáp.
Eldhúsið er flísalagt með eldri innréttingu og borðkrók.
Stofan er parketlögð og rúmgóð, úr stofu er gengið niður í sjónvarpsherbergi/herbergi sem er parketlagt. Þaðan er útgangur sem liggur að sameign í kjallara með sameiginlegu þvottahúsi, þar sem hver er með sína vél.
Svefnherbergi er flísalagt með sömu flísum og forstofan og eldhúsið.
Baðherbergi er flísalagt með baðkari og innréttingu.
Íbúðin er skráð sem íbúð á hæð sem telur 52 fm og geymsla í kjallara 18,5 fm (þar sem sjónvarpsherbergið er nú), samtals 70,5 fm.
Ytra byrði hússins hefur verið vel viðhaldið og er húsfélagið mjög virkt við að sinna öllu viðhaldi.
Bakgarðurinn er einstaklega skemmtilegur og er honum læst að nóttu til.
Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs., í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.