Lýsing
Miklaborg kynnir: 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð við Núpalind 8 í Kópavogi. Eignin skiptist I forstofu, baðherbergi, hjónaherbergi, barnaherbergi, stofu, yfirbyggðar svalir, eldhús, þvottahús, borðstofu og geymslu í kjallara.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Sæmann í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is
Núpalind 8 er sjö hæða steinsteypt hús með einum stigagangi og lyftu, einangrað að utan og klætt með plötuklæðningu. Gluggar eru álklæddir timburgluggar með þreföldu einangrunar gleri. Komið er inn í húsið á 2. hæð frá bílastæði, á jarðhæð eru tvær íbúðir, geymslur og hjólageymsla.
íbúð 302 nánari lýsing
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og góðum fataskáp, útihurð íbúðarinnar er nýleg hljóðeinangrandi hurð. Hjónaherbergi er rúmgott með stórum fataskáp og parketi á gólfi. Barnaherbergi með fataskáp og parketi á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkari með sturtu aðstöðu, salerni, ljósri innréttingu með vask og spegli. Eldhús með parketi á gólfi, góðri innréttingu með bakaraofni, span helluborði og viftu, plássi fyrir uppþvottavél og ísskáp sem fylgja. Borðstofa með parketi á gólfi. Stofa með parketi á gólfi og útgengt á yfirbyggðar svalir til suð-vesturs með hitalampa í lofti. þvottahús er innan eldhúss. 5,2 fm sér geymsla er á jarðhæð og sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Nánari upplýsignar veitir
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is