Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1954
264,3 m²
8 herb.
2 baðherb.
5 svefnh.
Bílskúr
Sérinngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Mjög falleg og mikið endurnýjuð 264,3 fm neðri hæð auk hluta kjallara í 2-býlishúsi við Barðavog 36 í Reykjavík. Bílskúr tilheyrir. Sér inngangur. Hæðin skiptist m.a. í tvær samliggjandi stofur með arni, sólstofu, eldhús, þrjú herbergi og baðherbergi. Í kjallara hefur verið innréttuð 3ja herb. íbúð*. Rúmgóð geymsla er í kjallara. Aukin lofthæð er á aðalhæð hússins. Svalir eru út af stofum. Stór gróin lóð til suðvesturs. Hiti er í bílaplani fyrir framan bílskúr.EINNIG ER TIL SÖLU EFRI HÆÐ HÚSSINS.
Nánari uppl. veita: Magnea S. Sverrisdóttir lg. fasteignasali s. 861 8511, magnea@eignamidlun.is og Sverrir Kristinsson lg. fasteignasali.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn um sér inngang í flísalagða forstofu með skápum.
Stofur: Tvær samliggjandi glæsilegar stofur með arni. Stofurnar eru bjartar og með stórum gluggum. Gólf er parketlagt (nýslípað parket). Hægt væri að nýta aðra stofuna sem herbergi.
Eldúsið: Eldhúsið hefur verið endurnýjað. Ný falleg ljós Ikea innrétting. Stór borðkrókur er í eldhúsi. Gólf er parketlagt (nýslípað parket).
Sólstofa: Innaf eldhúsi er nýleg flísalaögð sólstofa. Frá sólstofu er gengið út á svalir og þaðan niður í garð.
Baðherbergið: Baðherbergið hefur verið standsett. Sturta er á baðherbergi. Gluggi.
Herbergi 1: Rúmgott parketlagt hjónherbergi. Nýlegt parket er á gólfi.
Herbergi 2: Rúmgott flíslagt herbergi (hægt að ganga í herbergið bæði frá svefnálmu og forstofu).
Herbergi 3: Vinnuherbergi innaf forstofu. Nýlegt parket er á gólfi.
Kjallari: Í kjallara hefur verið innréttuð 3ja herb. íbúð.* Endurnýjað eldhús og baðherbergi. Lofthæð er aðeins lægri í kjallara.
Sér geymsla er í kjallara og sameiginlegur kyndiklefi.
Bílskúr: 38,4 fm bílskúr. Hiti er í bílaplani.
Samkvæmt Fasteignayfirliti er rými 0101 (á 1. hæð - íbúð) skráð 133,3 fm, rými 0001 (í kjallara - tómst.r./geymslur) skráð 83,3 fm og rými 0002 (í kjallara - geymsla) skráð 9,3 fm. Bílskúr er skráður 38,4 fm. Samtals 264,3 fm.
Nýlegar framkvæmdir utanhúss samkvæmt upplýsingum frá seljanda:
Húsið hefur nýlega verið múrviðgert og málað. Þak hússins var yfirfarið og þakkantur endurnýjaður.
Frárennslislangir voru nýlega endurnýjaðar, frá kjallara og út í götu. Gluggar og gler hefur verið endurnýjað að hluta til.
Stutt er í skóla, verslanir og alla helstu þjónustu.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
19. feb. 2024
73.200.000 kr.
156.900.000 kr.
283.8 m²
552.854 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025