Lýsing
Miklaborg kynnir: Frábær 2ja-3ja herbergja jarðhæð með sérinngangi, verönd og garði á skjólgóðum stað í suðurhlíðum Kópavogs. Íbúðin skiptist í stofur, eldhús, baðherbergi, þvottahús og svefnherbergi, möguleiki að nýta hluta stofu sem annað svefnherbergi. Inngangur er fyrir neðan hús gengið göngustíg frá Grænutungu.
Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi. Tvískipt stofa með möguleika á að breyta að hluta í svefnherbergi.
Svefnherbergi er parketlagt.
Eldhús með AEG eldavél með bakaraofni. borðkrókur er í eldhúsinu.
Baðherbergi var endurnýjað árið 2006, það er flísalagt, með sturtuklefa og veggfestu salerni.
Gengt er frá eldhúsi í þvottahús. íbúðarinnar.
Gengt er frá íbúðinni í geymslu.
Íbúðin telst skv. eignaskiptasamningi 32% heildareignarinnar. Afnot af lóð eru skv. eignaskiptasamningi sameiginleg.. Hitagrind og rafmagnstafla hússins eru í íbúðinni og aðgangsréttur efri hæðar vegna þessa.
Lagnir hafa verið myndaðar og gerð hefur verið skýrsla varðandi hljóðvist hússins.
Íbúð með sérinngangi, verönd og afnot af garði á sérlega skjólgóðum og sólríkum stað í Kópavogi.
Nánari upplýsingar á vidar@miklaborg.is s.6941401