Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
svg

1624

svg

1284  Skoðendur

svg

Skráð  10. feb. 2025

einbýlishús

Baugatún 3

600 Akureyri

141.900.000 kr.

615.618 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2312850

Fasteignamat

117.850.000 kr.

Brunabótamat

114.600.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2008
svg
230,5 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fasteignasalan Hvammur - 466-1600 - gunnar@kaupa.is
 
Baugatún 3, 600 Akureyri - mjög gott og vel skipulagt 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á góðum stað í Naustahverfi - Heildarstærð 230,5 m² þar af bílskúr 47,7 m²

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, hol, baðherbergi, salerni, fjögur svefnherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. 


Forstofan er flísalögð með dökkum flísum á gólfi og veglegum spónlögðum eikar fataskáp.
Eldhúsið er með flísum á gólfi, rúmgott með spónlagðri eikar innréttingu með miklu skápaplássi. Granít er á eyju og bekk.
Stofan er með flísum á gólfi og er í opnu rými með eldhúsi. Þaðan er gengið út á steypta verönd með heitum potti.
Holið er rúmgott, þar eru flísar á gólfi og er notað í dag sem sjónvarpshol.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, spónlagðri eikar innréttingu, sturtu, nuddbaðkari, vegghengdu wc og handklæðaofni. Þaðan er einnig útgengt á veröndina og í pottinn.  Innaf hjónaherbergi er flísalagt salerni með vegghengdu wc, spónlagðri eikar innréttingu og opnanlegum glugga.  Möguleiki er að setja upp sturtu (var áður og er á teikningum) 
Hjónaherbergið er með flísum á gólfi og innaf því er fataherbergi og salerni. Einnig er gengið út á veröndina úr hjónaherberginu.
Önnur svefnherbergi eru þrjú, öll með flísum á gólfi og spónlögðum eikar fataskápum.
Geymsla/vinnuherbergi er með flísum á gólfi og glugga, gæti nýst sem lítið svefnherbergi.
Þvottahúsið er með hvítri innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð sem og handklæðaofni. Hægt er að ganga inn í þvottahúsið úr holinu, þar er einnig bakdyra inngangur og innangengt í bílskúrinn.
Bílskúrinn er rúmgóður, með dökkum flísum á gólfi, með breiðri innkeyrsluhurð og gönghurð.
Garðurinn er snyrtilegur, með grasflöt og mikið er um steypta fleti, rúmgóð steypt vesturverönd með skjólveggjum, potti og geymsluskýli. Gott bílstæði fyrir framan húsið fyrir 4 - 5 bíla og stæði fyrir t.d. hjólhýsi við norður hlið hússins.  

Annað: 
- Rúmgott bílastæði með pláss fyrir fimm bíla.
- Hiti er í hluta af bílaplaninu og stétt fyrir framan hús.
- Geymsluloft er yfir stórum hluta hússins.
- Gólfhiti er í öllu húsinu.
- Ljósleiðari er komin inn og tengdur.
- Heitur pottur er á verönd, hitaveitupottur með stýringu í bílskúrnum.

Nánari upplýsingar veitir:
Gunnar Aðalgeir Arason í síma 618-7325 eða á gunnar@kaupa.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
22. okt. 2021
80.200.000 kr.
98.000.000 kr.
230.5 m²
425.163 kr.
30. jan. 2014
47.050.000 kr.
53.000.000 kr.
230.5 m²
229.935 kr.
20. jún. 2008
4.840.000 kr.
39.100.000 kr.
230.5 m²
169.631 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone