Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
fjölbýlishús

Hlíðarvegur 20 íbúð 201

580 Siglufjörður

54.900.000 kr.

486.271 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2358137

Fasteignamat

30.000.000 kr.

Brunabótamat

51.950.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1955
svg
112,9 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Útsýni
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Lyfta

Lýsing

Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Hlíðarvegur 20 íbúð 201 Siglufirði - stærð 112,9 m²  
Um er að ræða nýlega uppgerða 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 14 íbúða fjölbýli með lyftu á Siglufirði.

Íbúðin er skemmtilega hönnuð með aukinni lofthæð, stórum gluggum og innfelldri lýsingu.

Harðparket er á öllum gólfum að baðherbergi og geymslu undanskildu.
Allar innréttingar og innihurðar eru dökkar að lit.


Íbúðin skiptist í forstofu, hol/gang, eldhús og stofu í opnu rými, tvö svefnherbergi og baðherbergi.

Forstofa/gangur er með svörtum skáp.
Eldhús: Svört innrétting og eyja með grárri bekkplötu. AEG ofn. Innfelld lýsing í lofti.
Stofa og eldhús eru í opnu rúmgóðu og björtu rými með stórum gluggum til vesturs og hurð út á norður svalir.
Svefnherbergin eru tvö, bæði ágætlega rúmgóð. Fataskápur er í öðru herberginu. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, dökkri innréttingu, wc, handklæðaofni og sturtu. Innfelld lýsing er í lofti. Tengi fyrir þvottavél er inn á baðherbergi. 
Sér geymsla er í kjallara, skráð 7,7 m² að stærð. 

Annað
- Aukin lofthæð er í allri íbúðinni og innfelld lýsing - byggingin var áður skóli.
- Allir gluggar eru mjög stórir og hleypa mikilli birtu inn í rýmin.
- Lyfta er í húsinu
- Bílastæði eru bæði að neðanverðu við Vallargötu sem og við Hlíðarveg.
- Innbú fylgir með við sölu eignar fyrir utan persónulega muni.
- Eignin er í einkasölu

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
17. des. 2024
33.450.000 kr.
16.000.000 kr.
10201 m²
1.568 kr.
28. jan. 2021
22.000.000 kr.
26.200.000 kr.
112.9 m²
232.064 kr.
24. mar. 2017
7.760.000 kr.
113.500.000 kr.
397.6 m²
285.463 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone