Lýsing
Íbúðin er skráð 56,6 fm HMS en er þó eitthvað aðeins minni sbr hér fyrir neðan.
Íbúðin skiptist í opið miðrými, stofu, eldhús, svefnherbergi og tvískipt baðherbergi, annars vegar rými með upphengdu salerni og handlaug og hins vegar sér rými með sturtuaðstöðu. Í risi er sérgeymsla, þvottahús og þurrkherbergi. Vínilparket á gólfum, flísar á baðherbergi.
Húsgjöld vegna íbúðarinnar eru nú kr. 22.250,- greiðist mánaðarlega en þá er allur almennur rekstur húsfélgas, allur hiti og rafmagn í sameign innifalið sem og framkvæmdasjóður og kostnaður vegna Eignareksturs. Engar yfirstandandi framkvæmdir á vegum húsfélags samkvæmt yfirlýsingu húsfélags.
Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit - allar frekari upplýsingar í síma 663 2300 eða gegnum thorey@landmark.is.
Framkvæmdir innanhúss (2021 - 2022)
- Allar innréttingar, tæki, gólfefni og málning fjarlægð.
- Lagt fyrir gólfhita í öll gólf.
- Gólf flotað.
- Veggir málaðir.
- Nýtt upphengt salerni, nýr vaskur og blöndurtæki.
- Sturta, múruð, steinn lakkaður og ný tæki.
- Allt nýtt í eldhúsi, svo sem ofn, innrétting og helluborð. Ísskápur og uppþvottavél fylgja.
- Nýjar innihurðar.
Framkvæmdir utanhúss /sameign undanfarin ár, að sögn eiganda:
- Skipt um glugga.
- Dren bakvið hús endurnýjað.
- Skipt um útidyr að aftan.
- Húsið múrviðgert og steinað.
- Þakviðgerð.
- Rafmagnstafla í sameign hefur verið endurnýjuð.
- Neysluvatnslagnir að hluta.
Aðalinngangur er frá Rauðarárstíg en sér bílastæði fyrir Rauðarárstíg 36 og inngangur er einnig frá Skarphéðinsgötu.
Þess má geta að stæði á Rauðarárstíg gegnt stigahúsi eru ekki gjaldskyld.
ATH. Opinber skráning íbúðar 56,6 fm er ekki rétt, raunstærð er ca 47,6 fm.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat