Lýsing
Miklaborg kynnir: Góða Þriggja til fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum við Balduragötu 14 í miðbæ Reykjavíkur. Eignin skiptist í forstofu, Eldhús, tvö baðherbergi, borðstofu, stofu, sólstofu, tvö svefn herbergi og sameiginlega geymslu á jarðhæð.
Nánari lýsing eignar.
Komið er inn í íbúðina um sérinngang. Andyri með flísum á gólfi og fataskáp. Eldhús með ljósri innréttingu með viðarborðplötu, ofni, helluborði, viftu og plássi fyrir uppþvottavél sem fylgir og breiðan ísskáp. Í eldhúsi er góður boðrkrókur. Baðherbergi á neðri hæð með flísum á gólfi og veggjum, sturtu, upphengdu salerni, handklæða ofni og vask. Rúmgóð og björt stofa með gluggum út á Baldursgötu. Sólstofa með stórum gluggum til suð-vesturs. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi og baðherberi. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkari, vask með innréttingu og salerni. Hjónaherbergi er rúmgott með kvistum í tvær áttir, dúk á gólfi og góðum fataskápum. Barnaherbergi er einnig með dúk á gólfi og góðum fataskáp. Gangur efri hæðar er parketlagður og er smá hol við stiga. Tré stigi er á milli hæða. Á neðri hæð er nýlegt parket.
Nánari upplýsingar gefur
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is