Lýsing
Miklaborg kynnir: Njálsgata 40, 101 Reykjavík
Aðalhæð og kjallari með sérinngangi, ásamt viðbyggingu, í fallegu tvíbýlishúsi í 101 Reykjavík. Samtals. 146,8 fm skv. opinberri skráningu. Þessi íbúð á 67,8% eignahlut í húsinu á móti risinu sem á 32,2%. Viðbyggingin bíður upp á ýmsa möguleika og starfsemi. Gengið er inn um sérinngang, sunnan megin við húsið. Þar er viðarpallur með skjólgirðingum.
Nánari lýsing: Aðalhæð:
Komið er inn í flísalagt anddyri með fatahengi. Þaðan er gengið inn í hol og borðstofu. Frá holinu er stigi niður í kjallara.
Á hægri hönd frá borðstofu er eldhús með ljósri innréttingu, með mósaikflísum á milli skápa, Gaggenau eldavél með þremur gashellum og tveimur keramikhellum og bakarofni í vinnuhæð.
Í framhaldi af borðstofu er stofa sem nýtt er sem svefnherbergi.
Gólfefni á efri hæð eru kirsiberjaviðarparket með fiskibeinamynstri og flísar á anddyri.
Kjallari : Hol með parketi, svefnherbergi með parketi, geymsla og baðherbergi með baðkari, sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél.
Geymslupláss er undir stiga.
Viðbygging: Rýmið er með gluggum til suðurs og hurð með gluggum sem snýr út að götu. sér snyrting með dúk á gólfi og glugga.Epoxy gólfefni er á þessum hluta.
útigeymsla á vesturhlið hússins. Lóðin er eignarlóð.
Eignin hefur ýmsa möguleika í nýtingu og skipulagi. Sjá teikningavef Reykjavíkurborgar: https://skjalasafn.reykjavik.is/fotoweb/archives/5004-S%C3%A9ruppdr%C3%A6ttir/?q=Nj%C3%A1lsgata%2040
Nýleg rafmagnstafla. Hitaveitugrind fyrir húsið er á baðherbergi í kjallara.
Húsið var málað að utan 2023 og þak og rennur tekið í gegn.
Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og lögg.fast, vidar@miklaborg.is s. 6941401