Lýsing
Íbúðin er 115,9 fm. með geymslu og gott bílastæði í bílastæðakjallara sem er ekki inn í fermetratölu eignarinnar.
Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, eldhús, stofa, borðstofa, tvö svefnherbergi, fataherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, svalir, geymsla og stæði í bílastæðakjallara.
Nánar um eignina:
Forstofa rúmgóð með fataskáp sem nær upp í loft, flísar á gólfi.
Hol rúmgott með parketi á gólfi.
Eldhús með fallegri innréttingu, vönduð eldhústæki, spanhelluborð, gufugleypir, innfelldur ísskápur, innfelld uppþvottavél, bakaraofn í vinnuhæð, eyja sem hægt er að sytja við og parket á gólfi.
Stofa/borðstofa rúmgóð og björt með fallegu útsýni, parket á gólfi. Útgent er út á rúmgóðar suð-vestur svalir (12,6fm.)
Hjónasvíta rúmgott herbergi með parketi á gólfi. Úr herberginu er innangengt í fataherbergi.
Fataherbergi með skápum sem ná uppí loft, parket á gólfi. Inn úr fataherbergi er innangengt inn á baðherbergi.
Baðherbergi með innangengri sturtu, góð innréttingm handklæðaofn, upphengt salerni og flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi rúmgott með fataskáp upp í loft og parket á gólfi.
Baðherberg II með innangengri sturtu, góð innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn og flísar á gólfi og veggjum að hluta.
Þvottahús er innan íbúðar með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, skúffur undir og skápum yfir vélum.
Geymsla íbúðar er í kjallara hússins 14,6 fm.
Bílastæði fylgir eigninni og er í bílakjallara hússins.
Í sameign í kjallara er hjóla- og vagnageymsla.
Sameiginlegur þakgarður er á hæð íbúðarinnar.
Umhverfið:
Betri staðsetning á höfuðborgarsvæðinu fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk er vandfundin. Árbærinn liggur við Elliðaárdalinn sem er eitt stærsta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins með fjölmörgum göngu- og hjólastígum. Mikið trjálendi liggur meðfram ánni með mörgum fallegum stöðum eins og Elliðaárfoss. Góðar samgönguæðar tengja svo hverfið við alla staði borgarinnar.
Stutt er í skóla, leikskóla, verslun og þjónustu. Þá er næsta lóð við hliðina skilgreind sem leiksvæði bæði í aðal- og hverfisskipulagi Reykjavíkurborgar. Rofabær verður “borgargata” Reykjavíkur samkvæmt hverfisskipulagi.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is og Kristján Baldursson hdl löggiltur fasteignasali í síma 867-3040 eða á netfanginu kristjan@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.