Lýsing
Fjögurra herbergja 104,3 fm íbúð 2. hæð við í Breiðvang 7 í Hafnarfirði. Íbúðin hefur verið í leigu lengi og þarfnast endurbóta innan íbúðar.
Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á ytra byrði fjölbýlishússins, húsið múrviðgert og málað og skipt um valda glugga og gler.
Eignin skiptist í forstofu, geymslu, eldhús, þvottahús, stofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi og geymslu í kjallara. Stofa hefur verið stúkuð af og þar útbúin tvö herbergi til viðbótar.
Birtar stærðir: Íbúð 96,8 fm (merkt 040201) geymsla 7,5 (merkt 040106), samtals 104,5 fm.
Sækja hér söluyfirlit samstundis
Nánari lýsing
Forstofa er með parket á gólfi.
Lítil geymsla er inn af forstofu, dúkur á gólfi.
Eldhús er með upprunalegri innréttingu, eldavél með bakaofni og gufugleypi. Borðkrókur innst í eldhúsi.
Þvottaherbergi er inn af eldhúsi með tengi fyrir þvottavél, þar er skápur, borð, vaskur og hillur á vegg.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, salerni, hvítri baðinnréttingu og baðkari með sturtu yfir.
Fjögur herbergi, þar af tvö sem stúkuð hafa verið frá stofu.
Stofa er í gluggalausu rými en ef herbergin sem útbúin hafa verið eru tekin niður opnast stofan.
Sér geymsla í kjallara.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar og skoðun:
Júlíus Jóhannsson, löggiltur fasteignasali – 823-2600 / julius@landmark.is
Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur – 823-2800 / monika@landmark.is
Láttu okkur sjá um söluna fyrir þig – við veitum þér faglega söluráðgjöf
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat