Lýsing
Björt og góð 3ja herbergja íbúð með suðvestur svölum á eftirsóttum stað í miðbæ reykjavíkur. Samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 78,10 fermetrar.
Baldur fasteignasali - Sími 450-0000 - baldur@fastgardur.is - Skoða meðmæli viðskiptavina
Viðhald og endurbætur á húsi
2024 – Þak endurnýjað.
2016 – Skipt um alla glugga.
2013 – Frárennslislagnir og skólplagnir endurnýjaðar hægra megin (íbúðarmegin) í stigagangi frá 4. hæð niður í kjallara skv. upplýsingum úr sölulýsingu á annarri eign á stigagangnum.
2006 – Skólp- og vatnslagnir endurnýjaðar út í götu samkvæmt upplýsingum úr sölulýsingu eignar í sama húsi.
Einstaklega falleg og björt 3ja herbergja íbúð á eftirsóttum stað í miðborg Reykjavíkur! Íbúðin er rúmgóð og vel skipulögð.
Nánari lýsing:
Forstofa/hol: Parket á gólfi og fataskápur.
Eldhús: Góð innrétting með efri og neðri skápum og flísum á milli. Gott skápapláss.
Stofa/borðstofa: Stofan er björt og rúmgóð með góðu plássi fyrir borðstofuboð, útgengi út á skjólgóðar suður svalir, parket á gólfum.
Hjónaherbergi: Búið er að loka á milli stofu og þessa herbergis sem nýtist í dag sem stórt hjónaherbergi með góðu skápapláss og glugga sem snýr suður út í garð.
Svefnherbergi: Gott herbergi með skápum.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja. Baðkar með sturtu, salerni og vaskur.
Geymsla: Uþb. 5 fermetra sérgeymsla í kjallara.
Sameign & aðstaða
• Sameiginlegt þvottahús þar sem hver er með sína vél.
• Vagn- og hjólageymsla í kjallara / jarðhæð.
• Sérgeymsla í kjallara, um 5 fermetrar.
Sameiginlegur garður
- Leikvöllur fyrir börnin
- Körfuboltavöllur
- Svæði með æfingartækjum
Einstaklega góð staðsetning í hjarta borgarinnar! Stutt er í alla helstu þjónustu, veitingastaði, kaffihús og verslanir. Einnig eru góðar almenningssamgöngur í göngufjarlægð og fjölbreyttir útivistarmöguleikar í næsta nágrenni.
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski - löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / sími 450-0000
Instagram: Baldur fasteignasali
Netverðmat: Smelltu hér til að sjá hvers virði eignin þín er.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður