Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Vista
svg

5004

svg

3507  Skoðendur

svg

Skráð  12. mar. 2025

raðhús

Hvannarimi 14

112 Reykjavík

138.800.000 kr.

771.540 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2040346

Fasteignamat

118.250.000 kr.

Brunabótamat

91.350.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1991
svg
179,9 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur

Lýsing

Guðbjörg Helga og Gylfi Jens hjá RE/MAX kynna Hvannarima 14, 112 Reykjavík: 
Einstaklega vel skipulagt og hlýlegt 179,9 fm endaraðhús á 2 hæðum ásamt innangengum bílskúr í rólegri botnlangagötu á fjölskylduvænum stað í Grafarvogi. Núverandi eigendur hafa uppfært eignina talsvert og endurnýjað. Í dag eru 4 svefnherbergi með möguleika á 5 svefnherbergjum og tvö baðherbergi. Tvær stofur eru á neðri hæð og sjónvarpshol á efri hæð. Innangengt er í rúmgóðan bílskúr með aflokaðri geymslu innan hans. Góð viðarverönd og skjólsæll gróinn garður er út frá stofu.  Þrjú bílastæði með snjóbræðslu eru við húsið og nóg er af gestastæðum í götunni. Aukin lofthæð er í stofum og útsýni til Esjunnar frá herbergjum á efri hæð. Hluti efri hæðar er undir súð og nýtanlegir gólffermetrar því fleiri en uppgefnir fermetrar. Uppgefin stærð hússins er 155,5 fm og bílskúrinn er 24,4 fm. Öll þjónusta í nánasta umhverfi. 

Núverandi skipulagi hefur verið breytt frá upprunalegum teikningum, sjá teikningar. Upphaflega var eitt baðherbergi í húsinu staðsett á neðri hæð. Tvö herbergi voru á efri hæð og tvö herbergi á neðri hæð.  Miðjuherbergið á efri hæð er einstaklega skemmtilega frágengið, en það er með hurð í dulargervi veggspegils og því einskonar leyniherbergi fyrir þá sem ekki þekkja til. 

     **SJÁÐU ALLAR UPPLÝSINGAR UM HÚSIÐ - SÆKTU SÖLUYFIRLIT SJÁLFVIRKT HÉR** 

     **SKOÐAÐU EIGNINA BETUR OG UPPLIFÐU Í ÞRÍVÍDD . Þú smellir þig áfram um húsið með því að ýta á hvítu hringina á myndunum** 

Núverandi skipulag eignar:
Neðri hæð: Forstofa, gangur, 1 herbergi, baðherbergi, þvottahús, stofa, borðstofa (á teikningu herbergi), eldhús. Bílskúr með geymslu innaf.
Efri hæð: 3 herbergi, baðherbergi, hol, sjónvarpshol. 

Nánari lýsing: 
Hvíttaður panill er í lofti. Gólfefni eru gegnheilt viðarparket, flísar og teppaflísar.
     Neðri hæðin:
Forstofa: Aðalinngangur. Tvöfaldur forstofuskápur og flísar á gólfi. Innri forstofuhurð og hurð inn í bílskúrinn.
Gangur: Tengir saman öll rýmin á neðri hæð auk þess sem þar er stigi upp á efri hæð. Gegnheilt viðarparket.
Neðri stofa: Gengið er niður þrjú þrep í rúmgóða stofu og er hún með stórum gluggum til suðurs og austurs. Aukin lofthæð. Gegnheilt viðarparket. Uppdraganlegar gardínur.
Efri stofa: Er í dag borðstofa með útgengi út á viðarverönd og gróinn garð. Á upprunalegum teikningum er þarna herbergi. Aukin lofthæð. Gengheilt viðarparket, flísar við útgang í garðinn. Núverandi eigendur lokuðu opi á milli hæða með dökkbæsuðum hljóðvistarplötum og gluggum. Dökkbrúnar uppdraganlegar gardínur frá Skermi. 
Eldhús: Endurnýjað árið 2021. Sérsmíðuð innrétting frá Beyki, reykt eyk og dökkgrá með hvítri sérvalinni þunnri borðplata. Eldhúsinnréttingin er hlýleg og einstaklega vel skipulögð með góðum tækjaskáp og innbyggðum ísskáp og innbyggðri uppþvottavél. Bökunarofn með sjálfhreinsibúnaði og combi ofn fyrir ofan hann. Gráar korkflísar á gólfi. Tveir gluggar til vesturs. Dökkbrúnar uppdraganlegar gardínur frá Skermi. Svört l-laga ljósabraut með kösturum í lofti. Fjórir barstólar komast við innréttinguna. 
Herbergi 1: Ágætlega rúmgott herbergi með sérsmíðuðum fataskáp með rennihurðum frá Beyki. Teppaflísar á gólfi.
Baðherbergi 1: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtuaðstöðu. Gólffest salerni. Hvít rúmgóð innrétting á vegg. Handlaug með góðu borðplássi, hvitir skápar og hillur undir handlaug, hornskápur og stór spegill. 
Þvottahús: Er á hæðinni. Sérsmíðuð ljósdröppuð innrétting frá Beyki (2023). Stálvaskur er í innréttingu.
Bílskúr: Þrír inngangar eru í bílskúr, Innangengt úr forstofu, sérinngangur á hlið og bílskúrshurð með rafdrifnum mótor. Innrétting með hólfi fyrir aukaísskáp. Stálvaskur með heitu og köldu vatni, niðurfall í gólfi, hitaveita. Inn af bílskúr er lokuð geymsla með ljósi og hillum.
Málað gólf. Gluggar til vesturs. 
     Efri hæðin: 
Mikið breytt frá upprunalegum teikningum, en það er þó möguleiki að breyta til baka með því að taka sjónvarpshol.
Stigi: Viðarparket er á honum og hvítmálað stálhandrið.
Hol/sjónvarpshol:  Komið er upp í parketlagt bjart hol. Í hluta þess er nú sjónvarpshol. Góður vesturgluggi. Núverandi eigendur settu hljóðvistarklæðningu og gler fyrir svalir milli hæða og lokuðu þannig opi sem var þarna milli hæða. 
Herbergi 2: Innaf sjónvarpsholi. Það er rúmgott með þakglugga með útsýni til Esjunnar. Tvöfaldur grár sérsmíðaður fataskápur frá Beyki. Teppaflísar á gólfi.
Herbergi 3: er miðjuherbergi. Það nýtist vel vegna súðarinnar, en var áður fataherbergi herbergis 3. Þakgluggi. Teppaflísar á gólfi.
Herbergi 4: Er rúmgott. Hvítur tvöfaldur skápur. Gráar teppaflísar á gólfi. Innaf herberginu er baðherbergi. (upphaflega er þetta hjónaherbergið á teikningum). Teppaflísar á gólfi.
Baðherbergi 2: Gólffest salerni, hillur á vegg, Handlaug með hvítum skáp undir, sturta með hlöðnum glerveggjum, handklæðaofn. Veggfestur spegill. Ljósar flísar á gólfi.
      Lóðin:
Góð skjólsæl viðarverönd og gróinn garður til suðurs með útgengi úr efri stofu. Vatnslagnir eru á pallinum ef fólk vill setja heitan pott. Þrjú hellulögð bílastæði með snjóbræðslu eru framan við bílskúr. Úr garði er gengið út á stórt opið svæði til suðurs sem nýtist vel til leikja fyrir börn sem fullorðna. Fjöldi fjölærra plantna eru í garðinum sem blómstra á vorin og fram á haust. 
     Staðsetning og nærumhverfi
Er með besta móti, leikskólinn er beint á móti. Göngufæri er í grunnskóla, sundlaug sem og Egilshöll og Spöngina með allri sinni þjónustu. Stutt er í skíðalyftuna í Húsahverfi. Það sem einkennir hverfið er mikil nánd við náttúruna. Þar ber helst að nefna svæði eins og Gufunesið, Grafarvoginn og ánna Korpu. Hverfið markast einnig af langri, fallegri sjávarsíðu sem umlykur hverfið að stórum hluta.

Framkvæmdir núverandi eigenda:
2024: Teppaflísar lagðar á 4 herbergi.
2023: Sérsmíðuð innrétting sett upp í þvottahúsi
2021: Herbergi 3 útbúið og settur inngangur frá holi með speglahurð. Áður var þetta innangengt fataherbergi herbergis 4. Vegg þar lokað. 
2021: Opi/svölum milli hæða lokað með glergluggum og hljóðeinangrandi plötum bæði stofu megin og sjónvarpshols megin.
2021: Eldhús endurnýjað. Innrétting frá Beyki. Rafmagnstæki og blöndunartæki endurnýjuð. Nýjar gráar flísar á gólfið.

     Samantekt:
Opið og bjart endaraðhús með bílskúr og skjólgóðum suður garði. Góð staðsetning í fjölskylduvænu umhverfi.

Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veita:
Guðbjörg Helga löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur s. 897 7712 og netfang gudbjorg@remax.is
Gylfi Jens löggiltur fasteignasali og lögmaður s. 8225124 og netfang gylfi@remax.is

Ertu í söluhugleiðingum?  Pantaðu frítt sölumat hér
Fylgdu okkur á Facebook þar sem við deilum hagnýtum ráðum og upplýsingum um eignir í söluferli hjá okkur:    Guðbjörg Helga.    |      Gylfi Jens
Kíktu á vefsíðu RE/MAX og sjáðu hvað er á söluskrá

img
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
RE/MAX
Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
img

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir

Skeifunni 17, 108 Reykjavík