Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Aðalheiður Karlsdóttir
Vista
parhús

SPÁNAREIGNIR - Villamartin

953 Spánn - Costa Blanca

51.900.000 kr.

280.541 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F9031905

Fasteignamat

0 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
185 m²
svg
3 herb.
svg
2 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
 *GLÆSILEG PARHÚS*- *SÉRGARÐUR OG EINKASUNDLAUG* - *GOTT VERÐ*

Glæsileg parhús á tveimur hæðum á góðum stað á hinu vinsæla Villamartin svæði. Sér garður, þakverönd og einkasundlaug fylgir . Sér bílastæði. Göngufæri í  verslanir og veitingastaði.  ca. 50 mín akstur frá Alicante flugvelli. Ca. 10 mín akstur á fallega strönd og 10 mín. akstursleið í La Zenia Boulevard verslanamiðstöðina. Göngufæri í La Fuente veitingahúsakjarnann. Gróið og fallegt umhverfi. Einstakt tækifæri til að eignast góða eign á fínu verði í frábæru umhverfi. Ótal góðir golfvellir í næsta nágrenni. Góðir skólar og öll þjónusta.
Tvö til þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi, stofa, borðstofa og eldhús í opnu rými.

Allar upplýsingar gefa
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 00354 893 2495. adalheidur@spanareignir.is,
Berta Hawkins, löggiltur fasteignasali,  GSM 0034 615 112 869. berta@spanareignir.is
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 00354 777 4277. karl@spanareignir.is


Nánari lýsing:
Um er að ræða vel skipulagðar 3ja til 4ra herb. eignir á tveimur hæðum. Á neðri hæð er stofa og borðstofa í opnu rými, vel tengt eldhúsi.  Einnig eru eitt eða tvö svefnherbergi og baðherbergi á neðri hæðinni. Á efri hæð er flott hjónasvíta, þe. svefnherbergi ásamt baðherbergi. Útgengi er út á svalir.
Góður lokaður sér garður framan við húsið með einkasundlaug og auk þess er bakgarður.

Lagt er fyrir air con sem bæði kælir og hitar.
Fullkláraður garður með einkasundlaug.
Húsið er 101 fm.
Verönd 51 fm
þakverönd 33 fm
Samtals 185 fm.

Falleg hvít  sandströnd sem liggur að Miðjarðarhafinu er í  stuttu akstursfæri og hefur hún fengið BLUE FLAG viðurkenninguna. Þar eru fallegar gönguleiðir og skemmtilegt “promenaði” er meðfram ströndinni sem býður upp á skemmtilegar gönguferðir.

Alicante flugvöllur er í ca. 50 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 15 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri. 

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast góða nýja eign á frábærum stað, stutt frá  öllu því sem gerir dvölina á Spáni  skemmtilega.

Verð frá: 358.000 Evrum (ISK. 51.900.000 gengi 1Evra/145ISK) + 10% skattur og ca. 3% kostnaður við kaupin, þe. samtals ca. 13% 

Afhending: júní 2025.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp ca. 13%.

Eiginleikar: einkasundlaug,  air con, sér garður, þakverönd,
Svæði: Costa Blanca, Villamartin,

img
Aðalheiður Karlsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Spánareignir
Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.

Spánareignir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.
img

Aðalheiður Karlsdóttir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.

Spánareignir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.

Aðalheiður Karlsdóttir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.