Lýsing
Landmark fasteignamiðlun kynnir: Boðavík 15. Glæsilegt og vel skipulagt 161,7 fm fjölskylduhús, fjögurra herbergja endaraðhús ásamt bílskúr í nýju hverfi, Jórvíkurhverfi ( New York ), á Selfossi. 3 svefnherbergi. Gott bílaplan. Suðurgarður. Afar vandaðar innréttingar frá HTH og gólfefni og hurðar frá Agli Árnasyni. Rúmgóður bílskúr, sérinngangur og innangegnt úr húsi, hliðargluggi, epoxy á gólfi og bílskúrs hurðaopnari.
Eignin skilast fullbúin miðað við lokaúttekt. Húsið er timburhús, klætt að utan með báruáli, gluggar ál/tré, vindskeiðar og undirklæðning úr málaðri furu. Gólfhiti er í húsinu steyptur í plötu, veggir og loft læddir með gips, heilspartlað og fullmálað. Harðparket á gólfum og flísar á votrýmum, hurðar eru yfirfelldar hvítar hurðar. Aukin lofthæð og innfelld lýsing. Eldhús- og baðinnréttingar eru frá HTH. Eignin skiptist með eftirfarandi hætti: Anddyri, gestasnyrtingu, þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Nánari upplýsingar veita:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Jens Magnús lögg. fasteignasali s.893-1984 eða magnus@landmark.is
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa og eldhús í opnu alrými með aukinni lofthæð og innfelldri lýsingu, útgengt í garð og gert er ráð fyrir verönd.
Eldhús með glæsilegri innréttingu, tæki sem fylgja eru innbyggð uppþvottavél, innbyggður ísskápur, bakarofn í vinnuhæð og span helluborð.
Herbergin þrjú eru öll með fataskápum. Harðparket á gólfi.
Sjónvarpshol: Harðparket á gólfi
Baðherbergi með walk in sturtu, upphengdu salerni og handklæðaofni.
Gestasnyrting: Flísar á gólfi, upphengt salerni og handlaug.
Þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Stór innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og geymslurými.
Bílskúr er 31,1 fm. innangengt.
Umhverfið:
Jórvíkurhverfið ( New York Selfoss ) er nýtt hverfi á Selfossi í göngufjarlægð frá allri helstu þjónustu á Selfossi og í námunda við einstaka náttúru suðurlandsins. Jórvíkurhverfið er blönduð byggð með fjölbýlum, raðhúsum, parhúsum og einbýlum.
Kaupandi greiðir 0,3 % skipulagsgjald sem er innheimt þegar endanlegt brunabótamat liggur fyrir.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat