Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Borga Harðardóttir
Þyrí Guðjónsdóttir
Vista
fjölbýlishús

LJÓSHEIMAR 6 - íb 801

104 Reykjavík

75.900.000 kr.

712.676 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2022099

Fasteignamat

70.700.000 kr.

Brunabótamat

52.800.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1958
svg
106,5 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Lyfta

Lýsing

Valborg fasteignasala kynnir í einkasölu 3ja-4ra herbergja bjarta, einstaklega vel skipulagða útsýnisíbúð á 8. hæð við Ljósheima 6 í Reykjavík. 
Íbúðin skiptist í forstofugang, eldhús, stofu, baðherbergi, hjónaherbergi, 1-2 barnaherbergi og geymslu í sameign. Tvennar svalir.
Um er að ræða endaíbúð með gluggum á þremur hliðum hússins.
Staðsetningin er mjög góð og stutt í alla þjónustu í Skeifunni og einnig er stutt í útivistarparadísina í Laugardalnum.


Sjá staðsetningu hér.

Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is

Nánari lýsing:
Forstofa
: Gengið er inn í forstofugang. Fatahengi. Flísar á gólfi.
Eldhús: Flísar á gólfi. Rúmgóð innrétting, uppþvottavél, vaskur við glugga með fallegu útsýni. Nýr ofn, spanhelluborð og háfur. Tvöfaldur búrskápur. Hillur fyrir tæki svo borðpláss nýtist betur. Tvöfaldur amerískur ísskápur með klakavél.
Stofa og borðstofa: Samliggjandi í björtu rými. Nýlegt parket á gólfi. Úr stofu er útgengt á vesturvísandi svalir. Fallegt útsýni.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi, endurnýjaður sexfaldur fataskápur. Parket á gólfi. Úr herberginu er útgengt á vesturvísandi svalir. Fallegt útsýni.
Svefnherbergi: Voru tvö en hafa verið sameinuð í eitt. Auðvelt að breyta til baka. Nýlegt parket á gólfi. 
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, baðinnrétting með handlaug, baðkar með sturtuaðstsöðu, handklæðaofn, opnanlegur gluggi.

Sérgeymsla íbúðarainnar er einni hæð ofar. Þar eru einnig svalir í sameign íbúa sem snúa til austurs og er mikil og falleg fjallasýn frá þeim.
Sameignin er snyrtileg. Hjóla- og vagnageymsla og sameiginlegt þvotta- og þurrkherbergi er í kjallara. Lyfta er í stigagangnum. Rafdrifin opnun á útihurðum.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
6. júl. 2020
68.800.000 kr.
46.000.000 kr.
20801 m²
2.211 kr.
22. des. 2013
25.700.000 kr.
27.200.000 kr.
106.5 m²
255.399 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone