












Lýsing
Miklaborg kynnir: Fallegt og vel skipulagt tveggja hæða raðhús með bílskúr við Stórakrika 46 í Mosfellbæ. Raðhúsið er samtals 234,8 fm og þar af er bílskúr 27,0 fm. Gott og rótgróið hverfi þar sem stutt er í leik og grunnskóla, verslanir og heilusgæslu. Nánari upplýsingar veitir Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasali í síma 692-2704 eða fridjon@miklaborg.is
Nánari lýsing
Efri hæð:
Anddyri: Rúmgott. Flísar á gólfi og gott skápapláss.
Bílskúr: Gengið inn í 27,0 fm bílskúr til hægri frá anddyri. Ný bílskúrshurð síðan 2024. Málað gólf. Geymsluloft. Ný þriggja fasa hleðslustöð sett upp árið 2024.
Alrými: Í alrými er stofa og borðstofa. Frá stofu er gengið út á stórar svalir með fallegu útsýni til norðausturs. Parket á gólfi.
Eldhús: Stórt og gott eldhús með fallegri hvítri innréttingu og eyju. Gott skápapláss er í eldhúsi. Ísskápur, frystiskápur og uppþvottavél fylgja með. Flísar á gólfi. Frá eldhúsi er gengið út á afgirtan pall /verönd sem snýr í suðvestur.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi er á efri hæðinni. Parket á gólfi og fataskápur. Útsýni til norðaustur frá herbergi.
Baðherbergi: Við hlið hjónaherbergis er baðherbergi. Sturta, hvít baðinnrétting með flísasáp fyrir ofan vask. Flísar á gólfi og veggjum.
Neðri hæðn skiptist í þrjú svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi, stórt hol og sjónvarpsrými.
Svefnherbergi: Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Öll með fataskápum. Parket á gólfi og útgengt út á pall og bakgarð úr einu svefnherberginu.
Baðherbergi: Baðkar og sturta. Hvít baðinnrétting og spegill fyrir ofan vask. Flísar á gólfi og veggjum.
Þvottahús / geymsla: Rúmgott þvottahús sem nýtist líka sem geymsla við hlið baðherbergis. Innréttingar fyrri þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi.
Holrými: Í alrýminu á neðri hæðinni er gott svæði sem nýtist sem heimaskrifstofa og þaðan er gengið inn í stórt sjónvarpshol. Parket á gólfi.
Virkilega falleg og rúmgóð fjölskyldueign í vinsælu hverfi í Mosfellsbænum þar sem stutt er í leik og grunnskóla ásamt verslunum og heilsugæslu.
Nánari upplýsingar veitir Friðjón Örn Magnússn löggiltur fasteignasali í síma 692-2704 eða fridjon@miklaborg.is