Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Eiríkur Svanur Sigfússon
Aron Freyr Eiríksson
Melkorka Guðmundsdóttir
Kristófer Fannar Guðmundsson
Svala Haraldsdóttir
Stefán Rafn Sigurmannsson
Vista
svg

800

svg

670  Skoðendur

svg

Skráð  18. mar. 2025

einbýlishús

Heiðvangur 58

220 Hafnarfjörður

176.900.000 kr.

516.346 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2075272

Fasteignamat

165.450.000 kr.

Brunabótamat

138.750.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1973
svg
342,6 m²
svg
8 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Heiðvangur 58 - Um er að ræða 342,6 fm einbýlishús á eftirsóttum stað í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Húsið skiptist í 290,2 fm og síðan er bílskúrinn 52,4 fm. Húsið er vel staðsett í rólegum botnlanga, snyrtileg aðkoma tvöfaldur bílskúr með gryfju. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og byggt árið 1973, gott skipulag þar sem fjögur svefnherbergi eru á efri hæðinni og tvö stór á þeirri neðri, lítið mál er að breyta neðri hæð hússins í auka íbúð, lagnir og sérinngangur eru til staðar, eign sem vert er að skoða. 

Framkvæmdir sem hafa átt sér stað sl. ár samkvæmt eigendum: 
2019 - Gluggar að framan og í borðstofu endurnýjaðir
2021 - Skipt um eldhús, hiti lagður í gólf í alrými, gang og anddyri, rafmagn á efri hæð, skipt um báðar bílskúrshurðarnar
2022 - Þak grunnað og málað
2023 - Hús málað að utan

Skipting eignar: Forstofa, gestasalerni, þvottahús, baðherbergi, eldhús, borðstofa, stofa, 6 svefnherbergi, tvær geymslur og bílskúr.

Nánari lýsing:
Rúmgóð flísalögð forstofa, innaf henni er gestasalerni, forstofuherbergi og þvottahús, úr þvottahúsinu er síðan útgengt út á pall eignarinnar og einnig niður á neðri hæð hússins. Komið er inn í alrýmið úr forstofunni og saman stendur það af fallegu nýlegu eldhúsi, borðstofu og stofu. Eldhúsið er afar rúmgott með góðu skápa og vinnuplássi, tveir bakaraofnar í vinnuhæð, herbergisgangur með tveimur barnaherbergjum og hjónaherbergi með fataherbergi, einnig er baðherbergi á þeim gangi flísalagt með innréttingu, baðkari og sturtu, af herbergisganginum er síðan útgengt út á rúmgóðar svalir.
Neðri hæðin:
Gengið er niður hringstiga milli hæða, komið er niður stigann í rúmgott hol, rúmgóð geymsla, innaf þeirri geymslu er einnig köld geymsla, tvö rúmgóð svefnherbergi, sérinngangur er einnig inn á neðri hæðina, lagnir til staðar og því auðvelt að útbúa auka íbúð, gufubaðsherbergi með gufubaði og sturtum.

Lóðin er 771,4 fm, hún er tyrft að hluta, stéttir, bílaplan, skemmtilegur bakgarður með hrauni og grasi, sólpallur með heitum potti einnig er hitastýringarkerfið innan húss.

Nánari upplýsingar veitir: 
Stefán Rafn Sigurmannsson s.655-7000 eða stefan@as.is

Ás fasteignasala er rótgróið fyrirtæki sem hefur veitt alla almenna þjónustu í fasteignaviðskiptum frá árinu 1988.
www.facebook.com/asfasteignasala
www.instagram.com/as_fasteignasala
www.as.is 


 

img
Stefán Rafn Sigurmannsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Ás fasteignasala
Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfirði
Ás fasteignasala

Ás fasteignasala

Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfirði
phone
img

Stefán Rafn Sigurmannsson

Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfirði
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
26. nóv. 2014
62.850.000 kr.
52.000.000 kr.
342.6 m²
151.781 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Ás fasteignasala

Ás fasteignasala

Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfirði
phone

Stefán Rafn Sigurmannsson

Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfirði