Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Vista
svg

198

svg

151  Skoðendur

svg

Skráð  2. apr. 2025

fjölbýlishús

Rauðalækur 49

105 Reykjavík

58.900.000 kr.

933.439 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2016308

Fasteignamat

51.700.000 kr.

Brunabótamat

31.500.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1957
svg
63,1 m²
svg
2 herb.
svg
1 baðherb.
svg
1 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Rauðalæk 49 íbúð 0001 - Fnr. 201-6308

Húsið er byggt árið 1957 og er íbúðin í kjallara og er skráð 63,1 fm. Samkvæmt eignarskiptasamningi frá 1990 þá er geymsla á jarðhæð einnig skráð á eignina en hún er um 4fm og er ekki skráð hjá Þjóðskrá þannig að í raun er íbúðin um 67 fm. 


3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR -  3D

FÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.

Nánari lýsing:

Aðkoma: Húsið liggur í botlanga inn af götunni og er einstaklega kyrrlátt við húsið. 

Forstofa: Flotað gólf. Góður skápar eru í forstofunni. Gengið er inn á baðherbergi úr forstofu. 

Baðherbergi: Flotað gólf. Flísalagt við inngöngusturtu með halla að niðurfalli og með glerþili. Innrétting með handlaug og góðir skápar. Ekki er gluggi en vifta er í rýminu. 

Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Stór gluggi sem snýr að garðinum og gefur góða birtu í rýmið. 

Eldhús: Ný innrétting frá Ikea og var  eldhúsið var allt tekið í gegn árið 2023. Bakstursofn og helluborð. Innbyggð uppþvottavél og kæli/frystiskapur. Góður gluggi sem snýr í garðinn. 

Herbergi: Parket á gólfi. 

Rými inn af svefnherbergi: Var áður gangur en er núna rými sem gæti nýst sem leikherbergi, fataherbergi eða vinnurými. Ekki er gluggi í þessu rými. 

Þvottahús: Sameiginlegt mjög snyrtilegt þvottahús á hæðinni. 

Geymsla: Sérgeymsla fylgir íbúðinni og er á hæðinni á ganginum að þvottahúsinu. 

Lóð: Ræktuð frágengin lóð sem er vel við haldið. 

Rauðalækur 49 er einstaklega falleg og björt íbúð í kjallara en er samt mjög lítið niðurgrafin. Gluggar í eldhúsi, stofu og svefnherbergi snúa til suðurs. Bílastæði sem þessi íbúð hefur nýtt er fyrir framan húsið. Verönd fyrir utan svefnherbergisgluggan þar sem til dæmis mætti byggja sólpall. Tilvalin eign fyrir fyrstu kaupendur eða þá sem vilja minnka við sig í fasteign. Frábært hverfi og stutt í náttúruparadísina í fallega Laugardalnum. 

Búið er að gera töluvert fyrir húsið og íbúðina á síðustu árum. 
Innan íbúðar:
Fyrri eigendur breyttu uppsetningu íbúðarinnar til að fá betri nýtingu.
Nýleg útidyrahurð - Nýleg innrétting á baði og blöndunartæki - Nýlegur fataskápur á ganginum - Nýlegt eikarparket 
Nýtt rafmagn var dregið í íbúðina 2014 og skipt um tengla.  Nýlegir gluggar í eldhúsi og stofu - Skipt um gler í glugga i svefnherbergi. 

Ytra byrði
Þakið er yfirfarið á hverju ári og rennur hreinsaðar - Skólp og dren var endurnýjað 2010 -  Búið er að skipta út nánast öllu gleri í húsinu. Rafmagn í sameign lagað. - Minni háttar múrviðgerðir á húsinu 2015. 

Allar nánari upplýsingar veitir:
Dagbjartur Willardsson lgf hjá RE/MAX í s: 861-7507 eða á daddi@remax.is

- Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. -

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. feb. 2023
43.600.000 kr.
47.000.000 kr.
63.1 m²
744.849 kr.
21. nóv. 2018
27.150.000 kr.
32.000.000 kr.
63.1 m²
507.132 kr.
27. jún. 2017
22.850.000 kr.
31.000.000 kr.
63.1 m²
491.284 kr.
21. des. 2012
15.350.000 kr.
16.900.000 kr.
63.1 m²
267.829 kr.
28. sep. 2007
13.540.000 kr.
17.100.000 kr.
63.1 m²
270.998 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone