Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Pálmason
Vista
fjölbýlishús

Nónhæð 2

210 Garðabær

84.900.000 kr.

837.278 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2072004

Fasteignamat

74.600.000 kr.

Brunabótamat

53.650.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1992
svg
101,4 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna fallega og mikið uppgerða 101,4fm, 4 herbergja útsýnisíbúð á 2 hæð að Nónhæð 2, 210 Garðabær, nánar tiltekið eign merkt 02-01, fastanúmer 207-2004 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Húsið er byggt árið 1992 og er teiknað af Eyjólfi Einari Bragasyni arkitekt. Húsið stendur á fallegri lóð efst á hæðinni í Garðabæ.

Gott innra skipulag á íbúðinni. Fallegt, opið og bjart alrými með samliggjandi eldhúsi, borðstofu og stofu. Stórir gluggar í íbúðinni sem gefa fallega birtu ásamt miklu og glæsilegu útsýni. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, þvottahús og geymsla eru innan íbúðar. Útgengt er út á rúmgóðar suðursvalir úr alrými. Góð staðsetning í rótgrónu, rólegu og fjölskylduvænu hverfi í Garðabænum.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is


Eignin Nónhæð 2 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 207-2004, birt stærð 101.4 fm. Þar af er íbúð merkt 01 0201 skráð 100,1fm og sérgeymsla í kjallara merkt 01 0007 skráð 1,3fm. 

Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár, þær helstu eru:

- Baðherbergi endurnýjað árið 2020. Upphengt klósett, skipt um blöndunartæki og sett upp handklæðaofn. Nýjar flísar á gólfi og veggjum frá Álfaborg.
- Eldhús ásamt öllum tækjum endurnýjað árið 2020.
- Skipt um öll gólfefni.
- Skipt um allar hurðir í íbúðinni.
- Skipt um alla ofna í íbúðinni nema í hjónaherbergi.
- Nýir fataskápar í öllum herbergjum og forstofu.
- Þvottahús/geymsla endurnýjað. Sett upp hillur og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara.
Hús:
- Hús nýlega múrviðgert og málað á austur og vesturhlið
- Skipt um glugga á austurhlið.

Nánari lýsing:
Anddyri: Rúmgott með innbyggðum skápum.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðu skápaplássi.
Barnaherbergi I: Gott barnaherbergi með fataskáp
Barnaherbergi: Gott barnaherbergi með hillum.
Baðherbergi: Endurnýjað árið 2020 á smekklegan hátt. Baðinnrétting með skúffum, vask og stórum spgli fyrir ofan vask ásamt skáp. Upphengt klósett, skipt um blöndunartæki og settur upp handklæðaofn. Bað með sturtu. Flísalagt með nýjum flísum frá Álfaborg í hólf og gólf.
Alrými: Opið, bjart og mjög fallegt rými með samliggjandi eldhúsi, borðstofu og stofu. Mjög rúmgott með fallegum stórum gluggum með glæsilegu útsýni út fjallagarðana til suðurs, yfir Garðabæinn og út á sundin. Úthengt út á rúmgóðar suður svalir úr alrými.
Eldhús: Eldhús endurnýjað árið 2020. Falleg ljós innrétting í U með góðu skápa- og vinnuplássi. Inbbyggður ofn í vinnuhæð, innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél og innfellt helluborð í borðplötu. Góð tenging við borðstofu og stofu. Glæsilegt útsýni úr eldhúsglugga.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa samliggjandi við eldhús. Afar fallegt rými með stórum fallegum gluggum og glæsilegu útsýni út um þá.
Svalir: Rúmgóðar suður svalir. Glæsilegt útsýni af svölum.
Þvottahús: Gengið inn í þvottahús innaf eldhúsi. Rúmgott með góðri innréttingu og upphengdum hillum. Innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, útdraganlegum skúffum undir og skápar fyrir ofan.
Geymsla: Lítil sér geymsla í kjallara.

Gólfefni: Nýlegt harðparket frá Birgisson á öllum rýmum að undanskyldu baðberbergi sem er flísalagt og þvottahúsi sem er með málað gólf.

Sameign: Hjóla- og vagnageymsla á jarðhæð ásamt ásamt sorpgeymsla, stigagangi og anddyri.

Lóð: Lóðin er 2204fm, leigulóð með lóðarleigusamning til ársins 2067. Sameiginleg bílastæði á lóð.

Falleg, vel skipulögð og mikið uppgerð 4ja herbergja íbúð á vinsælum stað í Garðabænum. Frábær staðsetning með leik- grunn og framhaldsskóla í nágrenninu ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu í nánasta nágrenni. Þá er stutt í íþróttasvæði Stjörnunnar í Mýrinni. Stjarnan býður upp á fjölbreytilegt og rómað íþróttastarf og er í fremstu röð í fótbolta, handbolta, körfubolta og fimleikum.

Í Garðabæ eru starfræktir þrír golfklúbbar og tvö hestamannafélög. Garðatorg er þjónustu- og verslunarkjarni bæjarins og þar blómstrar ýmis konar starfsemi s.s. veitingastaðir, fótaaðgerða- og hárgreiðslustofa ásamt heilsugæslu svo eitthvað megi telja. Fyrir þá sem vilja eiga rólega stund, hitta nágrannana og spjalla í pottunum er Ásgarðslaug innan seilingar. Fimmtán leikskólar eru starfandi í Garðabæ og leikskólaflóran fjölbreytt. Þar eru meðal annars Hjallastefnuskóli og náttúruleikskólinn Krakkakot. Þaðan liggur leið barnanna í sjö mismunandi grunnskóla og að lokum sameinast þeir sem það kjósa í Fjölbrautaskóla Garðabæjar

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Fasteignamiðlun

Fasteignamiðlun

Grandagarði 5, 101 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
1. des. 2017
35.550.000 kr.
44.500.000 kr.
101.4 m²
438.856 kr.
30. sep. 2015
27.900.000 kr.
34.500.000 kr.
101.4 m²
340.237 kr.
17. apr. 2007
19.990.000 kr.
25.250.000 kr.
101.4 m²
249.014 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignamiðlun

Fasteignamiðlun

Grandagarði 5, 101 Reykjavík