Lýsing
Björt og skemmtileg fimm herbergja 134,8 fm íbúð á fyrstu hæð ásamt bílskúr í vel viðhöldnu fjórbýli á hornlóð í eftirsóttu hverfi við Hrísateig 8 í Reykjavík. **Rúmgóðar ca 20 fm svalir í suður. **Sér bílastæði framan við bílskúr. ** Þrjú svefnherbergi. **Allir gluggar endurnýjaðir. **Húsið múrviðgert og endursteinað. **Skolplögn endurnýjuð. **Rafmagnstafla endurnýjuð.
EIGNIN GETUR VERIÐ AFHENT VIÐ KAUPSAMNING.
Birtar stærðir skv. HMS: Íbúð er 102,8 fm merkt 01 0101 og bílskúr (skráður sem geymsla) merkt 70 0101 er 32 fm, samtals 134,8 fm að stærð.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa/gangur með nýlegu parketi á gólfi.
Stofa er á tveimur pöllum en úr neðri stofu er rennihurð inn í eitt herbergið sem einnig er hægt að ganga inn í af gangi, úr neðri stofu er svo gengið upp tröppur í efri stofu og þaðan er útgengt á ca 20 fm skjólsælar svalir í suður. Nýlegt parket á gólfi.
Eldhús er upprunalegt með eldri innréttingu, bakaraofn í vinnuhæð og keramik helluborð, flísar á milli efri og neðri skápa, borðkrókur og korkur á gólfi.
Svefnherbergi I er rúmgott með fataskáp, gluggar á tvo vegu, dúkur á gólfi.
Svefnherbergi II er með fataskáp, dúkur á gólfi.
Svefnherbergi III er innaf stofu, rennihurð á milli en einnig gengið inn í það herbergi af holi, nýlegt parket á gólfi.
Baðherbergi er upprunalegt með flísum á veggjum og dúk á gólfi, sturtuklefi, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Þvottahús er í kjallara, sameiginlegt með efri hæð.
Bílskúr (32 fm) er með rafdrifinni hurð, vatni og rafmagni. Innaf bílskúr er stúkað af rými og er þaðan útgengt í garð á bak við húsið. Bílskúrinn hefur verið stækkaður um ca 10 fm til að loka sundi á milli íbúðarhúss og bílskúrs, en sú stækkun er óskráð og er ekki inn í fermetratölu eignar.
Sér bílastæði tilheyrir eigninni fyrir framan bílskúr.
Garðurinn er gróinn og gróðursæll í óskiptri sameign.
Húsið hefur fengið gott og reglulegt viðhald í gegnum árin:
2024 Ruslatunnuskýli sett upp og aðkoma að inngangi 1. og 2. hæðar hellulögð.
2023 Drenlögn lögð á norðvesturhlið og upp með hliðum sitt hvorum megin.
2022 Húsið sprunguviðgert og þakkantur steyptur upp að nýju, húsið steinað að utan, allir gluggar í húsinu endurnýjaðir ásamt svalahurðum á 1. og 2. hæð og útidyrahurðum á íbúðum í kjallara, útidyrahurð fyrir 1. og 2. hæð pússuð og lökkuð.
2021 Möl í innkeyrslu endurnýjuð.
2020 Þéttiefni borið á svalagólf á 1. og 2. hæð og mottur lagðar yfir, svalahandrið á svölum 1. hæðar endurnýjað og viðbygging sprunguviðgerð.
2010-15 Nýr dúkur soðinn á þak bílskúrs og geymslu.
2006 Drenlögn lögð á suðausturhlið.
2005 Hattur settur á skorstein.
2004 Skolplögn undir húsi endurnýjuð.
1990-2000 Rafmagnstafla endunýjuð fyrir allt húsið og allar íbúðir, ofnakerfi fyrir húsið endurnýjað með Danfoss ofnakerfi, ofnar endurnýjaðir í íbúð (nema svefnherbergi) og skolprör milli 1. og 2. hæðar endurnýjað ásamt því að skolprör milli kjallara og 1. hæðar var endurnýjað að stærstum hluta. Kalda-og heitavatnsinntak í húsið endurnýjað.
Allar nánari upplýsingar veitir: Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
-------------------------------------------------------------------
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat