Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Maack Gunnarsson
Svanþór Einarsson
Theodór Emil Karlsson
Steingrímur Benediktsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2000
svg
189,7 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

** Opið hús sem átti að vera fellur niður - Eignin er seld með fyrirvara **

Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali -    svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **

Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir:  Mjög fallegt og vel skipulagt 189,7 m2 parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr í litlum botnlanga við Súluhöfða 8 í Mosfellsbæ. Eignin skiptist í eldhús, stofu/borðstofu, 4 svefnherbergi (möguleiki að bæta við 5 svefnherberginu), baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, forstofu og bílskúr með geymslulofti. Einnig er stórt geymsluloft yfir hluta af húsinu. Eignin er skráð 189,7 m2, þar af parhús 152,5 m2 og bílskúr 37,2 m2. Mjög stórt hellulagt bílaplan með snjóbræðslu. Tvær timburverandir og er önnur þeirra afgirt með heitum potti og útisturtu. Vinsæl staðsetning, stutt í Lágafellskóla, leikskólann Hulduberg og Lágafellslaug. Einnig er mjög stutt niður á golfvöll Mosfellsbæjar. 


Samkvæmt upplýsingum frá seljanda hafa hefur verið farið í eftirfarandi framkvæmdir undanfarin ár: Árið 2015 voru þvottahús og bílskúr tekin í gegn og epoxý sett á gólf í báðum rýmum. Árin 2016-2018 var garður fyrir aftan húsið tekinn í gegn, hleðslukantur og skjólveggur settur upp fyrir aftan húsið. Árið 2019 var bílastæði stækkað og hlaðið blómabeð sett fyrir framan hús. Árið 2020 var pallur fyrir framan hús endurnýjaður. Heitum potti komið fyrir og útisturta sett upp ásamt því að falleg Phillip Hue lýsing var sett á pallinum. Ný útiljós sett í kringum húsið. Árið 2022 voru bæði baðherbergin endurnýjuð ásamt gólfefnum í forstofu. Árið 2024 var nánast allt húsið málað að innan af málarameistara. Árið 2025 var gólfhitakerfið yfirfarið og sett upp ný gólfhitakista ásamt stjórnstöð. Settar voru upp nýjar þráðlausar digital hitastýringar fyrir gólfhitann í hverju herbergi. Einnig var sett ný bílskúrshurð og rennur fyrir hana.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax
Nánari lýsing:
Forstofa er með fataskápum og flísum á gólfi. Úr forstofu er innangengt inn í bílskúrinn.
Stofa/borðstofa er í opnu björtu rými og með parketi á gólfi. Mikil lofthæð og innbyggð lýsing sem gerir rýmið bjart og skemmtilegt. Úr stofu er útgengt út á afgirta timburverönd í suðvesturátt.
Eldhús er með U-laga innréttingu og borðkrók, flísar á gólfi. Í innréttingu er blástursofn, helluborð og vifta. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. 
Gestasnyrting er inn af forstofu, flísalögð með vegghengdu salerni og innréttingu. Aðgengi er upp á geymsluloft úr gestasnyrtingu.
Baðherbergi er glæsilegt, flísalagt með vegghengdu salerni, handklæðaofni, innréttingu og sturtu. Innbyggð tæki eru í sturtu.
Þvottahús er inn af bílskúr með innréttingu fyrir þvottavél og þurkara í vinnuhæð, vinnuborði með skolvaski og miklu skápaplássi. Epoxý á gólfi.
Svefnherbergi nr. 1 (Hjónaherbergi) er rúmgott með fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 2 er með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 3 er með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 4 er mjög rúmgott með parketi á gólfi og er í dag notað sem fjölskyldurými/sjónvarpsrými. Úr herberginu er útgengi út á timburverönd í bakgarði. Auðvelt væri að skipta herberginu upp í tvö herbergi og nýttu seljendur það sem tvö herbergi áður.
Bílskúr er með epoxý á gólfi. Gott geymsluloft er í bílskúr. 
Verð. kr. 149.900.000,-
 



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.

img
Svanþór Einarsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Fasteignasala Mosfellsbæjar
Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Fasteignasala Mosfellsbæjar

Fasteignasala Mosfellsbæjar

Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
phone
img

Svanþór Einarsson

Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
1. júl. 2015
47.400.000 kr.
54.500.000 kr.
189.7 m²
287.296 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignasala Mosfellsbæjar

Fasteignasala Mosfellsbæjar

Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
phone

Svanþór Einarsson

Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ