Lýsing
Um er að ræða vel skipulagða og flotta 4ra herbergja 129.4 fm íbúð á 1.hæð auk 74 fm bílskúrs í mikið uppgerðu húsi á þessum vinsæla stað í smáíbúðarhverfinu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Íbúð og húseign hafa fengið algjör endurnýjun á s.l. árum, studío íbúð/herbergi í kjallara tilheyrir íbúð sem að eru ágætis leigutekjur af.
Stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, útivistarsvæði og stofnbrautir.
EIGN SEM AÐ BÝÐUR UPPÁ MIKLA MÖGULEIKA OG ER MEÐ AUKA LEIGUTEKJUR Í DAG.
MÖGULEGT AÐ ÚTBÚA ÍBÚÐ ÚR HLUTA AF BÍLSKÚR.
Nánari upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
Eignin skiptist í:
Komið er inn í anddyri sem er sameiginlegt með íbúð á efri hæð, hol/forstofu, tvö svefnherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi,
þvottaherbergi og herbergi/geymslu á jarðhæð auk 74.3 fm bílskúrs.
FÁÐU SÖLUYFIRLIT YFIR EIGN STRAX HÉR.
Nánari lýsing á eign:
Komið er inní sameiginlegt anddyri með íbúð í risi.
Hol/gangur íbúðar og þar er nýr fataskápur.
Stofa/borðstofa er opið og bjart rými með gluggum á tvo vegu og eru gluggar til suðurs gólfsíðir útgengt er á rúmgóðar ca.15.3 fm suð-vestur svalir eru út frá stofurými og þaðan er niðurgengt í garð og á sérverönd sem að tilheyrir íbúð á miðhæð.
Tvö góð svefnherbergi eru á hæðinni með fataskápum og svo er þriðja herbergið sem tilheyrir íbúð er á jarðhæð og er það útbúið með eldhúsinnréttingu og baðherbergi með sturtu en það er í útleigu í dag með góðurm leigutekjum.
Snyrtilegt eldhús með nýrri eldhúsinnréttingu með eldhúseyju og mjög góðu skápaplássi, innbyggður ísskápur og uppþvottavél í eldhúsi.
Útengt á rúmgóðar suð-vestur svalir og þaðan er hægt að ganga niður á sér verönd til suðurs sem verður skilað með heitum potti.
Baðherbergi er endurnýjað með flísum á gólfi og veggjum, Walk-in sturtuklefi með glerskilrúmi, vegghengt salerni, innrétting undir vask með skúffum og skáp.
Þvottaherbergi er við hlið baðherbergis og eru flísar á gólfum
Mjög góður bílskúr 74.3 fm sem að stendur austan megin við hús er í góðu ástandi og býður uppá möguleika með að útbúa vinnustofu eða íbúð í.
Bílskúr er 16.5 metrar, tekur þrjá bíla og þar er þriggja fasa rafmagn.
Gólfefni: Harðparket og flísar á gólfum íbúðar.
ATHUGIÐ AÐ EINNG ER MÖGULEGT AÐ SKOÐA KAUP Á 3JA HERBERGJA 107.2 FM ÍBÚÐ Á EFRI HÆÐ.
Nánar um heildarhúseign og endurbætur á húsi s.l ár:
-Töluverð mikil endurnýjun hefur átt sér stað á húseign og íbúðarrýmum s.l ár en það er algerlega búið að endurnýja múrhúð, þak, þakeinangrun, burðarvirki og þakjárn.
-Suðurhlið eignar verður klædd með dökkri klæðningu eins og framan á húsi, búið að skipta um alla glugga og gler í húsinu, raflagnir, rafmagnstöflu og tengla, neyslu og vatnslagnir hafa verið endurnýjaðar.
-Innréttingar, hurðar og öll gólfefni í húsi er endurnýjað. Allt var hreinsað út úr íbúðum, einangrað upp á nýtt og nýjir milliveggir í öllu húsinu.
-Búið er að jarðvegskipta lóðinni, þá er búið að steypa upp nýjar svalir á hæðum og stoðvegg meðfram húsi, bílaplan, tröppur og stétt þar sem að aðkoma er að húsi.
-Dren og skólplagnir endurnýjaðar, en skólp var alveg endurnýjað frá risíbúð og út í götu. Gólf voru brotin upp í kjallara og skipt um jarðveg og endursteypt.
-Hiti er í bílplani, stéttum og tröppum.
Frábær eign á góðum stað í smáíbúðarhverfinu með góðum leigutekjum af herbergi í kjallara.
Eignin stendur á mjög góðum og rólegum stað. Stutt er í alla helstu þjónustu, leik- og grunnskóla, stofnbrautir.
-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat