Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Finnbogi Hilmarsson
Gunnlaugur A. Björnsson
Brynjólfur Snorrason
Ragnar Þorgeirsson
Sigríður Lind Eyglóardóttir
Ásdís Írena Sigurðardóttir
Elsa Björg Þórólfsdóttir
Vista
fjölbýlishús

Breiðvangur 28

220 Hafnarfjörður

81.900.000 kr.

491.007 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2073990

Fasteignamat

81.300.000 kr.

Brunabótamat

70.420.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1974
svg
166,8 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

Heimili fasteignasala kynnir bjarta og fallega 4 herbergja íbúð með bílskúr við Breiðvang 28, Hafnarfirði.  Eignin er á efstu hæð og er skráð samtals 166,8 fm, þar af er bílskúr 24 fm. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, 3 svefnherbergi, og baðherbergi. Bílskúr og 2 góðar sérgeymslur í sameign á jarðhæð.

*** eignin er SELD með hefðbundnum fyrirvörum *** 

Komið er inn í rúmgott og bjart hol. Á vinstri hönd er flísalagt baðherbergi, með góðri innréttingu, baðkar og sturtuklefi.
Eldhús með tveimur gluggum,  nýlegri hvítri innréttingu, bakarofn í vinnuhæð, helluborð og vifta, tengi fyrir uppþvottavél. Tveir gluggar, góður borðkrókur.  Inn af eldhúsi er flísalagt þvottahús með góðu geymsluplássi. 
Stofa og borðstofa eru í björtu og rúmgóðu rými. Tveir stórir gluggar og útgengt út á svalir með fallegu útsýni.  Parket á gólfi. 
Á svefnherbergisgangi eru 3 svefnherbergi. Hjónaherbergi sem er rúmgott með góðum fataskápum, parket á gólfi. Barnaherbergi eru tvö, dúkur á gólfi.

Tvær rúmgóðar sérgeymslur eru í sameign á jarðhæð önnur 13,6 fm og hin 7,9 fm. 
Sameiginlega hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Bílskúr með rafmagni og heitu og köldu vatni.

Framkvæmdir 2020-2024:
Nýlokið er viðgerðum á þaki, sem var yfirfarið og þakjárn endurnýjað.
Nýlega hafa gluggar og gler verið endurnýjaðir í húsinu þar sem þurfti.
Húsið sprunguviðgert og málað.


Þetta er falleg og björt fjölskylduíbúð með góðu útsýni í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Skóli, leikskóli og verslanir í göngufæri.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind Eyglóardóttir löggiltur fasteignasali. sigridur.lind@heimili.is / 8994703.


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

img
Sigríður Lind Eyglóardóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Heimili fasteignasala
Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone
img

Sigríður Lind Eyglóardóttir

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone

Sigríður Lind Eyglóardóttir

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík