Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Finnbogi Hilmarsson
Gunnlaugur A. Björnsson
Brynjólfur Snorrason
Ragnar Þorgeirsson
Sigríður Lind Eyglóardóttir
Ásdís Írena Sigurðardóttir
Elsa Björg Þórólfsdóttir
Vista
einbýlishús

Stöðulsholt 37

310 Borgarnes

98.900.000 kr.

657.143 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2335567

Fasteignamat

75.050.000 kr.

Brunabótamat

81.450.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2022
svg
150,5 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Laus strax

Lýsing

Heimili fasteignasala kynnir fallegt og vel skipulagt einbýlishús með bílskúr við Stöðulsholt 37, 310 Borgarnes.  Stór afgirtur garður, sólpallur og heitur pottur.  Eignin skiptist í forstofu, rúmgott opið rými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymsla og bílskúr. Góður afgirtur garður. 

*** Bókið skoðun hjá sigridur.lind@heimili.is / 8994703 ***


Nánari lýsing:
Forstofa: Rúmgóð með flísum á gólfi, gólfhiti, gott skápapláss. 
Eldhús: Eldhúsinnrétting steingrá frá Ikea. Skemmtilegur gluggi milli efri og neðri skápa. Electrolux heimilistæki, helluborð, háfur, bakarofn, uppþvottavél og ísskápur.
Stofa/borðstofa: liggja saman í opnu rými við eldhús. Stórir gólfsíðir gluggar með þreföldu gleri. Útgengt út á stóran sólpall frá borðstofu. Aukin lofthæð, innfelld lýsing í lofti. 
Svefnherbergi I: Rúmgott og bjart, aukin lofthæð, innbyggði lýsing í lofti. Góðir fataskápar. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi II: Rúmgott og bjart, aukin lofthæð, innbyggð lýsing í lofti. Góðir fataskápar. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi III: Rúmgott og bjart. Tveir gluggar, aukin lofthæð, innbyggð lýsing í lofti. Góðir fataskápar. Parket á gólfi. 
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Labb-inn sturta með glervegg. Hvít innrétting með handlaug, speglaskápur. Útgengi frá baðherbergi út á sólpall að heitum potti. 
Þvottahús: Hvít vel skipulög innrétting með handlaug. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Gott skápapláss. Flísar á gólfi. Opnanlegur gluggi. Úr þvottahúsi er gengið inn í bílskúr. 
Bílskúr: Flísar á gólfi. Rafdrifin bílskúrshurð. Tveir góðir gluggar. Aukin lofthæð. 
Lóðin: Stór grasi gróin garður, afgirtur með timburgirðingu í stíl við húsið. Við húsið er 76 fm sólpallur og á honum stendur nýr 7 manna heitur pottur með nuddi og innbyggðum snertiskjá.

Húsið er verksmiðjuframleitt timbureiningahús, byggt 2022. Aukin lofthæð er í öllum rýmum og innfelld lýsing í loftum. Á öllum gólfum, svefnherbergi, stofa, borðstofa og eldhús er 10 mm Eikarparket frá Álfaborg. Á baðherbergi, þvottahúsi og bílskúr eru flísar frá Álfaborg. Gólfhiti er í öllu húsinu.  Innihurðir eru yfirfelldar eikarhurðir. Gluggar eru með þreföldu gleri. 

Eignin er afar vel staðsett í friðsælu og barnvænu hverfi í Egilsholti. Skóli, leikskóli og þjónusta í næsta nágrenni. 
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind löggiltur fasteignasali, sigridur.lind@heimili.is / 8994703


 


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

img
Sigríður Lind Eyglóardóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Heimili fasteignasala
Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone
img

Sigríður Lind Eyglóardóttir

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone

Sigríður Lind Eyglóardóttir

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík