Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson
Freyja Rúnarsdóttir
Jón Óskar Karlsson
Vista
svg

1086

svg

925  Skoðendur

svg

Skráð  10. apr. 2025

fjölbýlishús

Naustavör 42

200 Kópavogur

109.900.000 kr.

1.055.716 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2504509

Fasteignamat

96.700.000 kr.

Brunabótamat

69.390.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2020
svg
104,1 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Bílastæði
svg
Lyfta

Lýsing

LANDMARK fasteignamiðlun og Júlíus Jóhannsson, löggiltur fasteignasali – 823-200 / julius@landmark.is kynna:

Afar vönduð og glæsileg þriggja herbergja 104,1 fm íbúð með stæði í lokuðum bílakjallara við Naustavör 42 á Kársnesinu í Kópavogi – frábær staðsetning í grónu og eftirsóttu hverfi við sjávarsíðuna.

Íbúðin er hönnuð af innanhússarkitekt með áherslu á vandað efnisval og fallega heildarmynd. Innréttingar og fataskápar eru úr brúnbæsaðri eik frá Brúnás og granít með leðuráferð prýðir bæði eldhúsbekki og baðinnréttingu. Innihurðir eru gereftalausar, gólfin eru með eikarplönkum án gólflista og útidyr að stigagangi þreföld með mikilli hljóðeinangrun. Gólfhiti er í íbúðinni með stýringu í hverju herbegi. Alrýmið er bjart með aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum. Innfelld lýsing er í lofti víða í íbúðinni og loft er niðurtekið í stofu úr ullarplötum með baklýsingu. Vönduð gluggatjöld fylgja ásamt flestum ljósum og kösturum. Bílastæði í lokuðum kjallara er í sér hólfi og þar fyrir innan er rúmgóð geymsla. Rafbílahleðsla er tengd við húsið.

✅ Arkitektahönnuð íbúð með vönduðu efnisvali og fallegri heildarmynd
✅ Eldhús og baðherbergi með granítborðplötum með leðuráferð
✅ Alrými með aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum
✅ Bílastæði í sérhólfi í lokuðum bílakjallara og geymsla inn af
✅ Rólegt og gróið umhverfi við sjóinn á Kársnesinu – stutt í þjónustu og náttúru


Nánari lýsing
Forstofa / hol: 
Með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi: Tvö svefnherbergi – hjónaherbergi með fataskápum yfir heilan vegg og barnaherbergi með fataskáp. Parket á gólfum.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Vönduð innrétting með granítborðplötu, speglaskápur með LED lýsingu, upphengt salerni og sturta með innbyggðum tækjum og glerskilrúmi. Innst í rýminu er þvottaaðstaða með innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi á baðherbergi.
Alrými: Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum. Útgengt er á svalir sem snúa til austurs. Parket á gólfi.
Eldhús: Brúnbæsuð innrétting frá Brúnás með granítborðplötum með leðuráferð. Spanhelluborð í eyju, tvöfaldur ofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Innfelld LED lýsing undir skápum og yfir vinnusvæði. Parket á gólfi.
Bílakjallari / Geymsla: Sér bílastæði í lokuðum bílakjallara í sér hólfi. Rúmgóð geymsla fyrir innan stæðið. Rafmagn er komið fyrir hleðslu rafbíla.

Íbúðin er 104,1 fm (01-0409) þar af geymsla 8,1 fm (01-0037) og skiptist í hol/forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, alrými og geymslu. Stæði í bílageymslu.

Staðsetning
Naustavör 42 er staðsett á Kársnesinu í Kópavogi – í vönduðu fjölbýlishúsi sem stendur við sjávarsíðuna og þaðan liggja fallegir göngu- og hjólastígar. Í nágrenninu er leik- og grunnskóli, sundlaug og helsta þjónusta við Hamraborg. Svæðið snýr að sama vogi og Nauthólsvík og fyrirhuguð brú yfir Fossvog mun auka tengingu við miðborg Reykjavíkur verði af þeim áformum. Hér sameinast náttúra og borg í rólegu og þægilegu hverfi.

Afhending
Eignin getur verið afhent þann 1. júní 2025.

Sækja HÉR söluyfirlit samstundis

Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar og skoðun:
Júlíus Jóhannsson, löggiltur fasteignasali – 823-2600 / julius@landmark.is
Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur – 823-2800 / monika@landmark.is
Láttu okkur sjá um söluna fyrir þig – við veitum þér faglega söluráðgjöf

Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.

Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat

img
Júlíus Jóhannsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
LANDMARK fasteignamiðlun
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone
img

Júlíus Jóhannsson

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
29. jún. 2021
60.350.000 kr.
79.800.000 kr.
104.1 m²
766.571 kr.
26. okt. 2020
42.800.000 kr.
63.500.000 kr.
104.1 m²
609.990 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone

Júlíus Jóhannsson

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur