Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Elín Káradóttir
Hrönn Bjargar Harðardóttir
Kristín Rós Magnadóttir
Vista
einbýlishús

EGILSSEL 6

700 Egilsstaðir

123.000.000 kr.

585.436 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2306043

Fasteignamat

86.350.000 kr.

Brunabótamat

101.700.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2013
svg
210,1 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur

Lýsing

BYR fasteignasala kynnir í einkasölu EGILSSEL 6, 700 Egilsstaðir. Fjögurra herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á Egilsstöðum.
Stutt í útivistarsvæði og Selskóg.  Smellið hér fyrir staðsetningu. 

Húsið er timburhús, byggt árið 2013 með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í íbúð 173.5 m² og bílskúr 36.6 m², samtals 210.1 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Forstofa, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, sólstofa, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, gangur/hol, þvottahús, geymsla, háaloft og bílskúr.

Nánari lýsing: 
Forstofa, er rúmgóð, tvöfaldur fatakápur er við hol í anddyri.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er úr borðstofu út í sólstofu til suðurs, framan við húsið. Innbyggð loftaljós í stofu appstýranleg (dimmanlegt/kveikja/slökkva/tvískift). Óbein lýsing er við norðurvegg í stofu. 
Kvistgluggi er ofan við eldhús, opnanlegt fag í kvisti rafstýranlegt.
Eldhús er rúmgott með eyju, granít á bekkjum í eldhúsi er frá Rein steinsmiðju. 80 cm spansuðuhelluborð, vifta (blæs út).
Bakarofn með blæstri, grilli og möguleika á gufueldun. Örbylgjuofn er með grilli. Uppþvottavél í vinnuhæð (getur mögulega fylgt) gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu. Rafmagns innstungur í eyju.
Sólstofa u.þ.b. 11 m² að stærð, rennihurð er á sólstofu út í garð til suðurs. Möguleiki er á að nýta sólstofu sem herbergi ef vill. 
Þrjú svefnherbergi,
Hjónaherbergi með tveimur tvöföldum fatskápum.
Tvö barnaherbergi án fataskápa. 
Baðherbergi I, nýtt og fullklárað, upphengt rimeless salerni frá Laufen, sturta með sturtugleri og innfelldum Hansa blöndunartækjum (Bluebox) frá Tengi.
Unidrain renna í sturtu frá Tengi með sjálfhreinsandi vatnslás, veggflísar í sturtu eru postulínsflísar frá Vídd. Vaskinnrétting með granít á borði frá Rein steinsmiðju, handklæðaofn, gluggi. Rafdrifin útloftun. 
Gangur/hol, Óbein ledlýsing er við loft á gangi, innbyggð loftljós í holi og gangi eru appstýranleg (plejd með þremur stillingum: Dimmer/ kveikja/ slökkva).
Baðherbergi II, vaskinnrétting, speglaskápur, sturta og upphengt salerni. Flísar í sturtuhorni eru postulínsflísar frá Vídd. Rafdrifin útloftun. 
Þvottahús, handklæðaofn, loftsnúrur og gluggi. Lúga upp á loft. 
Geymsla, fastar hillur á vegg, lúga upp á geymsluloft. 
Bílskúr, innangengt er í bílskúr í gegnum þvottahús, tvö þrep eru niður í bílskúr. Lofthæð í bílskúr er extra há, stór bílskúrshurð (3x3m.) frá Hörman með rafmagns opnun. Hurðaropnun fylgir halla á lofti. Gönguhurð er við hlið bílskúrshurðar. 
Bílalyfta er í bílskúr, tveggja pósta frá Rotary lift, vökvaknúin. Lyftigeta 3,1 tonn, með lyftu er möguleiki á að hafa tvö farartæki í bílskúr samtímis. 
Lýsing í bílskúr er appstýranleg sem og vifta í bílskúr (kveikja/slökkva). Nokkuð stórt svæði aftan við bílskúr sem er undir þaki með ledlýsingu og lokuðum vegg að austanverðu, þaðan er útgengt úr bílskúr, mætti meðal annars nýta undir heitan pott.
  
Gólfhiti er í allri eigninni nema geymslu, gólfhita er stýrt í gólfhitagrind; gólfhitastýring í svefnherbergjum og hluta stofu er stýrt með Danfoss tur lokum. Öðrum gólfhita stýrt með Danfoss retur lokum í gólfhitagrind.
Gólfefni: Öll gólf  eru fílsalögð með ítölskum parketflísar frá Vídd, nema í þvottahúsi eru gegnheilar 30x30 flísar frá Byko. Gegnheilar flísar 30x30 á bílskúrsgólf fylgja með. 
Upptekið loft er í alrými, forstofu, hjónaherbergi og gang í holi. Innbyggð lýsing í alrými. Innihurðir eru yfirfelldar eikarspónlagðar. Loftaklæðning í öllu húsinu er framleidd af Moderna í þýskalandi.

Húsið er timburhús á einni hæð klætt að utan með liggjandi bandsagaðri timburklæðningu. Stallað ál á þaki frá Áltak. Timburgluggar og hurðar frá Berki. Steyptar tröppur og pallur með hita eru fyrir framan aðalinngang.
Möl er í bílaplani, pláss fyrir þrjár bifreiðar. Stuðlaberg fylgir með húsinu, sem er hugsað til að klæða vegg við aðalinngang hússins.
Sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur. Rúmgott svæði er aftan við bílskúr undir þaki, möguleiki á að setja upp heitan pott. 
Lóðin er 740,0 leigulóð frá Múlaþingi. 

Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 230-6043.

Stærð: Einbýli 173,5 m². Bílskúr 36,6 m² Samtals 210,1 m².
Byggingarár: Einbýli 2013
Byggingarefni: Timbur


ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is 
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali - silla@byrfasteignasala.is

Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.

Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.        
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi -  0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga  / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

www.byrfasteign.is |  Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala

Byr fasteignasala

Byr fasteignasala

Austurmörk 7, 810 Hveragerði
Byr fasteignasala

Byr fasteignasala

Austurmörk 7, 810 Hveragerði