Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sjöfn Hilmarsdóttir
Vista
svg

1394

svg

1025  Skoðendur

svg

Skráð  13. apr. 2025

fjölbýlishús

Holtsflöt 4

300 Akranes

74.700.000 kr.

556.632 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2285869

Fasteignamat

68.650.000 kr.

Brunabótamat

76.630.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2007
svg
134,2 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Bílastæði
svg
Lyfta

Lýsing

Vel skipulögð, björt og endurnýjuð 4ra herbergja 134,2 fm. endaíbúð á 2. hæð í lyftufjölbýli ásamt sérgeymslu og stæði í bílageymslu

** Bókið skoðun **
Sjöfn Hilmarsdóttir, sími 691-4591 / netfang sjofn@kjolfestaeignir.is
Heimir Bergmann, sími 630-9000 / netfang heimir@hb.is

Kjölfesta fasteignamiðlun ehf. hefur til sölu Holtsflöt 4, 300 Akranes, nánar tiltekið eign merkt 02-01, fastanúmer 228-5869 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Um er að ræða 134,2 4ja herbergja íbúð á 2 hæð að meðtaldri 8,4 fm. geymslu ásamt bílastæði í bílageymslu.

Húsið Holtsflöt 4 á Akranesi er fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús með kjallara. Á 1. - 5. hæð eru 20 íbúðir, 4 á hverri hæð. Í kjallara eru séreignageymslur íbúða, hjóla- og vagngeymsla og bílageymsla. Íbúð 201 er á 2. hæð, birt stærð 134,2 fm., þar af er íbúðarrými 125,8 fm., innan eignar er anddyri, hol/gangur, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og alrými þar sem er eldhús, stofa og borðstofa. Svalir til suðurs. Sérgeymsla og bílastæði í bílageymslu fylgir eigninni. 

Nánari lýsing:
Inngangur: Sameiginlegur inngangur inn í stigahús. Flísar á gólfi. Stigi í stigahúsi teppalagður. Svalagangur með gleri. Lyfta í stigahúsi.
Anddyri: Fataskápur. Dökkar vínylflísar á gólfi.
Gangur og hol: Vínylparket á gólfi
Herbergi I: Stór fataskápur. Vínylparket á gólfi.
Herbergi II: Fataskápur.  Vínylparket á gólfi.
Herbergi III: Fataskápur. Vínylparket á gólfi
Baðherbergi: Hvít baðinnrétting með dökkri borðplötu og hvítri handlaug. Spegill og skápur fyrir ofan innréttingu. Baðkar og sturtubotn. Handklæðaofn. Upphengt salerni. Lofttúða. Veggflísar (utan einni hlið sem er máluð). Dökkar vínylflísar á gólfi.
Þvottahús: Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Loftúða. Dökkar vínylflísar á gólfi.
Eldhús: Myndar alrými ásamt stofu. Falleg eldhúsinnrétting með dökkri borðplötu og góðu skápaplássi. Innbyggður ísskápur. Ofn í vinnuhæð, helluborð og gert ráð fyrir þvottavél. Vínylparket á gólfi.
Stofa: Myndar alrými ásamt eldhúsi. Björt og falleg stofa, útengt út á svalir. Vínylparket á gólfi.
Svalir: Rúmgóðar 11,7 fm. svalir sem snúa til suðurs. 

Geymsla: Íbúðinni fylgir 8,4 fm. sérgeymsla í kjallara hússins.
Bílastæði: Sér bílastæði í bílageymslu (B-04)
Sameign: Hefðbundin sameign m/hjóla- og vagnageymslu.
Lóðin: Stór sameiginlegur garður með grindverki í kring. Næg bílastæði.
Lyfta er í húsinu

Síðasta árið hefur eignin fengið nokkuð viðhald, m.a. hefur verið skipt um allt gólfefni (vínylpatker og vínylflísar), ný eldhúsinnrétting, borðplata ásamt nýjum tækjum, innrétting inn í þvottahús og öll íbúðin máluð. Íbúðin er stílhrein, vel skipulögð og verið endurnýjuð síðasta árið með smekklegum hætti. Stutt er í alla helstu þjónustu svo sem skóla, leikskóla, verslanir, sundlaug og fallegar gönguleiðir.

Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
Sjöfn Hilmarsdóttir
Lögfr. og löggiltur fasteignasali
Sími 691-4591 eða á
netfanginu sjofn@kjolfestaeignir.is

Heimir Bergmann
Löggiltur fasteignasali
Sími: 630-9000 eða á
netfanginu heimir@hb.is


Skoðunarskylda kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kjölfesta fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

img
Sjöfn Hilmarsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Kjölfesta fasteignamiðlun ehf
Borgarbraut 61, 310 Borgarnes

Kjölfesta fasteignamiðlun ehf

Borgarbraut 61, 310 Borgarnes
phone
img

Sjöfn Hilmarsdóttir

Borgarbraut 61, 310 Borgarnes
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
11. apr. 2024
64.300.000 kr.
61.700.000 kr.
134.2 m²
459.762 kr.
14. sep. 2021
48.650.000 kr.
46.000.000 kr.
134.2 m²
342.772 kr.
30. des. 2019
52.200.000 kr.
582.000.000 kr.
2240.4 m²
259.775 kr.
15. apr. 2015
27.200.000 kr.
925.550.000 kr.
3317.5 m²
278.990 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Kjölfesta fasteignamiðlun ehf

Borgarbraut 61, 310 Borgarnes
phone

Sjöfn Hilmarsdóttir

Borgarbraut 61, 310 Borgarnes