












Lýsing
Miklaborg kynnir: Sérlega smekklega endurnýjuð 4ra herbergja jarðhæð með sérinngangi og sérverönd til suðurs á einstaklega rólegum stað í Laugardalnum. Íbúðin er nýuppgerð á einstaklega smekklegan hátt og er mjög vel skipulögð.
Hverfið er mjög eftirsótt og íbúðin vel staðsett í enda botnlanga. Henni fylgja tvö bílastæði. Garðurinn er stór og góður og nýtist sérlega vel fyrir jarðhæðina. Húsfélagið er öflugt og ca. kr. 2.000.000.- til í framkvæmdasjóði.
Einstakt tækifæri til að eignast verulega góða eign á frábærum stað við Laugardalinn.
Komið í hol með nýlegu eikarparketi, nýtt að hluta sem góður vinnukrókur.
Baðherbergi er rúmgott. Það er flísalagt með baðkari með sturtuhaus, þar eru nýleg blöndunartæki og handklæðaofn. Gluggi er á baðherberginu.
Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni og skápar í tveimur þeirra. Harðparket á einu þeirra og eikarparket á hinum.
Eldhús er opið í borðstofu. Í eldhúsi er nýleg innrétting með borðplötu úr steini. Gengt er frá borðstofu út á suðurverönd og þaðan í garðinn.
Frá borðstofu er gengt í setustofu íbúðarinnar.
Hér er listi seljanda yfir framkvæmdir síðustu ára: 2022: Rafnagn og rafmagnstöflur endurnýjaðar í íbúðinni. Nýtt eikarparket lagt á íbúðina, ný eldhúsinnrétting með borðplötu úr steini. Baðherbergi endurnýjað að hluta
2024 - Ofnar endurnýjaðir að hluta, allir gluggar í húsinu endurnýjaðir , Þak málað og þakrennur endurnýjaða, sólpallur smíðaður, skólp og frárennsli endurnýjað og húsið drenað allan hringinn.
Vönduð eign á frábærum stað.
Allar nánari upplýsingar veita Vala Georgsdóttir, löggiltur fasteignaslai. vala@miklaborg.is s. 6950015 og
Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali, vidar@miklaborg.is, s. 6941401.