Lýsing
Hlekkur á ítarlegar upplýsingar er hér.
Bílakjallari undir húsinu er stór og rúmgóður og verða rúmlega þúsund stæði og gott aðgengi að rafhleðslustöðvum. Íbúar hússins hafa aðgang að stæði í bílakjallara gegn hóflegu gjaldi.
115 íbúðir í íbúðakjarnanum á 3 til 6 hæðum og afhendast í 4 áföngum. Húsið er vel hannað þegar kemur að birtustigi og hverfist um skjólgóðan inngarð. Frábær staðsetning í nýju hverfi á Kirkjusandi, þar sem líflegur Laugardalurinn er í göngufæri með allt það sem hann hefur upp á að bjóða og örstutt í miðbæ Reykjavíkur.
Afhending á 1. áfanga júní/júlí 2025
Nánari lýsing:
Laugaborg (íbúð 301) er afar glæsileg (týpa 2) endaíbúð á 3ju og efstu hæð með 54 fm þaksvölum auk suðursvala með svalalokun út frá eldhúsi.
Forstofa er rúmgóð með stórum fataskáp sem nær til lofts.
Stofa/alrými er rúmgóð og björt og þaðan er gengið út á mjög stórar þaksvalir (54 fm). Mögulegt er að koma fyrir heitum potti á svölunum.
Eldhús með sérsmíðaðri innréttingu með eyju. Allar borðplötur og hliðar með quartz steini. Span helluborð er í eyjunni með innbyggðum gufugleypi. Bakaraofn í vinnuhæð með kjöthitamæli og sjálfhreinsibúnaði. Útgengt á suðursvalir með svalalokun.
Gangur/sjónvarpshol er í miðri íbúð.
Svefnherbergi eru tvö, annað stór og glæsileg hjónasvíta með rúmgóðu fataherbergi og baðherbergi með sturtu. Útgengt á þaksvalirnar úr hjónasvítu.
Baðherbergi með vönduðum sérsmíðuðum innréttingum frá Egger, quartz borðplötu og sturtu með Unidrain gólfrennupakka. Ítalskar Piemme flísar og er einn veggur með skrautflísum.
Þvottahús er flíslagt og með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í þægilegri vinnuhæð.
Geymsla íbúðar er 13,8 fm
(Myndir á vef eru dæmi um útlit eignar en endurspegla ekki alltaf nákvæmlega auglýsta eign).
Bókið skoðun eða fáið nánari upplýsingar hjá:
Hallgrímur Hólmsteinsson í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is
Aðalsteinn Jón Bergdal í síma 767-0777eða með tölvupósti á alli@trausti.is
Auðun Ólafsson í síma 894-1976 eða með tölvupósti á audun@trausti.is
Guðbjörg Gerður Sveinbjörnsdóttir í síma 899-5949 eða með tölvupósti á gudbjorg@trausti.is
Sólveig Regína Biard í síma 869-4879 eða með tölvupósti á solveig@trausti.is
Kristján Baldursson með tölvupósti á kristjan@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.