Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Marta Jónsdóttir
Þóra Birgisdóttir
Vista
svg

1195

svg

921  Skoðendur

svg

Skráð  15. apr. 2025

fjölbýlishús

Stakkholt 4a

105 Reykjavík

109.900.000 kr.

877.095 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2350753

Fasteignamat

93.450.000 kr.

Brunabótamat

74.430.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2014
svg
125,3 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Bílastæði
svg
Lyfta
Opið hús: 22. apríl 2025 kl. 17:30 til 18:00

**Opið hús: Stakkholt 4a, 105 Reykjavík, Íbúð 102. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 22. apríl 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.**

Lýsing

Sunna fasteignasala ehf. og Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs., kynna eignina Stakkholt 4a, 105 Reykjavík. 

Um er að ræða afar snyrtilega og rúmgóða 125 fm íbúð á jarðhæð með 3 svefnherbergjum, stóru þvottahúsi innan íbúðar, bílastæði í bílakjallara og stórum suðursvölum. Steinn er á borðplötu í eldhúsi og vandað rafrænt aðgangskerfi fylgir eigninni. 

Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með tvöföldum fataskáp, á hægri hönd er rúmgott þvottahús með innréttingu í vinnuhæð og snúrum. Ljósar flísar eru á gólfi.
Svefnherbergin eru þrjú og eru þau öll með góðum fataskápum og parketi á gólfi. Hjónaherbergi er með þreföldum fataskáp. 
Baðherbergið er rúmgott með ljósri innréttingu, speglaskáp, vegghengdu salerni og sturtu með glerhlið.
Eldhúsið, stofan og borðstofan er mjög stórt og glæsilegt rými með parketi á gólfum. Eldhúsinnréttingin er með viðaráferð á neðri skápum og hvítum efri skápum. Ljós steinn er á borðplötunni. Bakaraofninn er frá Electrolux og helluborðið er frá Bosch. Bæði helluborðið og uppþvottavélin eru nýleg og fylgja eigninni. Gluggatjöld í stofu fylgja með eigninni. Stofan, borðstofan og eldhúsið eru rúmlega 40 fm að stærð.
Frá stofu er útgengt á stórar svalir sem snúa í suður. Um 30 fm sérafnotareitur, norðanmegin, fylgir eigninni (sjá teikningu).
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá Trésmiðju GKS, og á það einnig við um fataskápana. 

Eigninni fylgir stæði í bílakjallara og dregið hefur verið í lagnir fyrir hleðslustöð. Geymslan sem fylgir eigninni er 10,3 fm. Þá er rúmgóð sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Í húsinu er rafrænt aðgangskerfi sem hægt er að fjarstýra með appi. Þar á meðal lás að íbúðinni sjálfri. Þá eru öryggismyndavélar í sameign og í bílakjallara. Öll þrif og aukin umsjón eru innifalin í hússjóð. 

Húsið er vandað, byggt af ÞG-Verk, og klætt viðhaldslítilli klæðningu. Stigagangar eru teppalagðir og anddyri er flísalagt, með vönduðum dyrasíma. Snjóbræðsla er í rampi að bílakjallaranum og hellulögðum göngustígum. Skemmtilegt leiksvæði er á lóðinni fyrir börn og allt umhverfi til mikillar fyrirmyndar. 

Virkilega snyrtileg og falleg eign sem vert er að skoða. 

Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs., í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is.



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

img
Marta Jónsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Sunna fasteignasala
Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Sunna fasteignasala

Sunna fasteignasala

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
img

Marta Jónsdóttir

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
5. jan. 2016
47.750.000 kr.
46.200.000 kr.
125.3 m²
368.715 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Sunna fasteignasala

Sunna fasteignasala

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík

Marta Jónsdóttir

Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík