Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Vista
svg

358

svg

262  Skoðendur

svg

Skráð  15. apr. 2025

einbýlishús

Fornistekkur 10

109 Reykjavík

152.500.000 kr.

693.182 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2047155

Fasteignamat

128.250.000 kr.

Brunabótamat

91.450.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1971
svg
220 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
Opið hús: 22. apríl 2025 kl. 17:00 til 17:30

Opið hús: Fornistekkur 10, 109 Reykjavík. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 22. apríl 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Lýsing

LIND fasteignasala kynnir fallegt og vel skipulagt einbýli á einni hæð með bílskúr við Fornastekk 10 í Reykjavík. Fimm svefnherbergi, stórar, samliggjandi stofur með mikilli lofthæð, stórt og bjart eldhús og sér þvottahús. Baðherbergi og gestasnyrting. Stór sólstofa er fyrir framan stofur þaðan sem útgengt er á skjólgóðan og glæsilegan pall sem hannaður var af Stanislav Bohic. Heitur pottur og útisturta. Húsið stendur innst í lokuðum botnlanga í rólegu og fjölskylduvænu hverfi. Frábær staðsetning þaðan sem stutt er í fallegar gönguleiðir og alla helstu þjónustu.

Forstofa:
Flísar á gólfi, fataskápur.
Gestasnyrting: Inn af forstofu. Dúkur á gólfi, handlaug, salerni.
Svefnherbergi 1: Inn af forstofu. Parket á gólfi, fataskápur. Gluggi opnast inn í sólstofu. 
Svefnherbergi 2: Lítið herbergi inn af forstofu, parket á gólfi, opnanlegur gluggi.
Eldhús: Rúmgott og bjart, dúkur á gólfi, hvít innrétting með góðu skápaplássi. 
Þvottahús: Inn af eldhúsi. Flísar á gólfi, borðplata með skolvaski, sturta, fataskápur. Útgengt er úr þvottahúsi út í garð.
Stofa og borðstofa eru samliggjandi í opnu, björtu rými með mikilli lofthæð. Parket á gólfi, arinn. Stórir gluggar beggja vegna setja svip sinn á rýmið.
Sólstofa: Parket á gólfi. Útgengi á skjólgóðan og glæsilegan pall með heitum potti og útisturtu. 
Hjónaherbergi er með sér fataherbergi inn af. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi 4: Parket á gólfi. 
Svefnherbergi 5: Parket á gólfi, fataskápur. 
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, innrétting með handlaug, baðkar, upphengt salerni, opnanlegur gluggi.
Bílskúr: Steypt gólf, heitt og kalt vatn, opnanlegur gluggi. Hiti er í bílastæðum.
Geymsla er fyrir aftan bílskúr, innangengt úr sólstofu. 

Allar nánari upplýsingar veitir:
Lára Þyri Eggertsdóttir, löggiltur fasteignasali/B.A. í lögfræði í síma 899-3335 eða lara@fastlind.is


Framkvæmdir undanfarin ár að sögn seljenda: 
2019 Timbur í gólfi og veggjum á palli endurnýjað.
2019 Gluggar pússaðir að utan og málaðir.
2019 Hús málað að utan.
2019 Hluti ofnalagna endurnýjaður: Í sólstofu, suðurhluta stofu og stærra forstofuherbergi.
1998 Þakjárn endurnýjað. Þak lengt fram yfir sólstofu. Þaki lyft á bílskúr (nýtt þak sett ofan á eldra þak). 
1998 Gler í sólstofu endurnýjað (að frátöldum opnanlegum fögum), einnig á svefnherbergisgangi og í bílskúr.
1998 Sturta í þvottahúsi endurnýjuð og flísalögð.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lind fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá. 

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone