Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
svg

2257

svg

1708  Skoðendur

svg

Skráð  16. apr. 2025

sumarhús

Gata sólarinnar 5

600 Akureyri

80.400.000 kr.

745.826 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2357002

Fasteignamat

59.650.000 kr.

Brunabótamat

70.800.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2017
svg
107,8 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur
Opið hús: 23. apríl 2025 kl. 15:30 til 16:30

Lýsing

Fasteignasalan Hvammur - 466-1600 - gunnar@kaupa.is
 
Fallegt og vel skipulagt sumarhús á einni hæð með litlu gestahúsi og rúmgóðri timbur verönd við Götu sólarinnar - stærð 107,8 m²

Vel staðsett hús í sumarhúsahverfi við Kjarnaskóg á Akureyri.


Eignin skiptist í forstofu, eldhús og stofu í opnu rými, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, gestahús og geymslu.

Forstofan er með flísum á gólfi og þreföldum fataskáp. 
Eldhúsið er með harðparketi á gólfi, ljósri vandaðri innréttingu með stæði fyrir ísskáp og uppþvottavél.
Stofan og eldhúsið eru í opnu rými hvar loftin eru tekin upp, þar er harðparket á gólfi og gengið út á mjög rúmgóða verönd.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með harðparketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergin eru tvö, bæði voru þau flísalögð í hólf og gólf með ljósum flísum árið 2023. Þar eru nýlegar innréttingar, walk-in sturtur, vegghengd wc og opnanlegir gluggar. Annað er inn af einu svefnherberginu og úr hinu er gengið beint út á veröndina við pottinn.
Gestahúsið var sett upp 2023, það er einangrað með harðparketi á gólfi, þar er einnig rafmagn og opnanlegur gluggi. Nýtist bæði sem gestahús og geymslurými.
Geymsla er í bíslagi sambyggðu húsinu við aðalinngang. Þar er dúkur á gólfi, stæði fyrir þvottavél og þurrkara sem og stýring fyrir pottinn og ágætt geymslupláss.
Timbur veröndin er mjög rúmgóður, um 130 m² að stærð. Hún var stækkuð árið 2023 til norðurs og gestahúsið byggt. 

Annað:
- Húsið var málað að utan 2023
- Bílastæði og göngustígur að húsinu var malbikað og sett snjóbræðsla 2018 (affallið af húsinu)
- Lóðin hefur verið tyrfð og gróðursett hafa verið tré á lóðinni
- Hitaveitupottur er á pallinum með stýringu.
- Lóðin er leigulóð í eigu Akureyrarbæjar.
- Ljósleiðari er komin inn og tengdur

Nánari upplýsingar veitir:
Gunnar Aðalgeir Arason í síma 618-7325 eða á gunnar@kaupa.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone