Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Árni Björn Erlingsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2013
svg
116 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.

Lýsing

 
Hraunbrekkur,  Húsafelli.
Fasteignaland kynnir:  Glæsilegt sumarhús við Hraunbrekkur í Húsafelli. Húsið er afar vandað, skráð 106,4 fm auk geymslu sem er 9,6 fm eða samtals 116 fm og var byggt árið 2013.  Á gólfum hússins er vandað  plankaparket og náttúruflísar á forstofu, baðherbergi og geymslu.  Heiti potturinn er steyptur og  er húsið klætt með greniklæðningu og náttúursteini og að hluta til með náttúrusteini að innan.  Húsið er teiknað og hannað að innan af studió Strik.
 
Húsið skiptist: Forstofa með flísum á gólfi og góðu skápaplássi. Þrjú herbergi með parketi á gólfi. Eitt með góðu skápaplássi og fatahengi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að setja upp skápa í tveimur herbergjum. Stofan er stór með góðri lofthæð, parketi á gólfi. Gluggafrontur er eftir allri hlið stofunnar með útgengi út á suður sólpall. Eldhúsið er með ljósgrárri háglans innréttingu og vönduðum tækjum. Inn í innréttingunni er ísskápur og uppþvottavél. Borðuplötur eru steyptar og það á einnig um sólbekki í húsinu.  Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu og sturtu. Útgengi út á sópall.

Geymslan er 9,6 fm þar sem inntök hússins eru. Flisar á gólfi og hillur ásamt tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Í þessu húsi er steypt plata og hiti í plötu. Þráðlausir skynjara á veggjum (stýringar fyrir hita).
Lóðin er 1000 fm eignarlóð, kjarrivaxin af náttúrunnar hendi.  Búið er að setja upp leiktæki á lóðinni. Góð að koma og gott bifreiðaplan. 
Þetta er glæsilegt hús og afar vandað inn á skipulögðu sumarhúsahverfi í Húsafelli.
 
Stutt er í þjónustu að Húsafelli sem er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða hér á landi, enda einstök náttúruperla í stórkostlegu landslagi. Veðursældin, skógurinn, heitar laugar, aðstaða og þjónusta fyrir ferðamenn. Á Húsafelli er sundlaug, golfvöllur, leiksvæði, tjaldsvæði, verslun og veitingar ásamt fjölbreyttri afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

Upplýsingar gefa: 
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali, s. 898-0508, netfang: arni@fasteignaland.is
Jón Smári Einarsson, löggiltur fasteignasali s. 860-6400, netfang: jonsmari@fasteignaland.is

 

Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
18. maí. 2016
20.710.000 kr.
38.000.000 kr.
116 m²
327.586 kr.
24. júl. 2014
14.483.000 kr.
3.850.000 kr.
116 m²
33.190 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.