Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1991
svg
228,2 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni

Lýsing

LIND fasteignasala og Lára Þyri, löggiltur fasteignasali, kynna glæsilegt og vel skipulagt einbýli á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr við Baughús 14 í Grafarvogi. Fjögur rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrting, sér þvottahús, sjónvarpshol, stórar stofur, mikið útsýni. Mikil lofthæð á efri hæð. Auðvelt er að stúka stjónvarshol á neðri hæð af og útbúa þannig fimmta svefnherbergið. Eignin er skráð 228,2 fm hjá Þjóðsrká. Þar af er íbúð skráð 178,2 og bílskúr 50 fm. 
Fallegur, gróinn garður með timburverönd í suður. Falleg eign í fjölskylduvænu og grónu hverfi þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla. Egilshöll og verslunarkjarninn Spöngin eru næsta nágrenni. 


Efri hæð: 
Mikil lofthæð er á efri hæð, stórir gluggar og fallegt útsýni til norðurs þar sem Esjan blasir við. 
Forstofa:
Flísar á gólfi, fataskápur.
Forstofuherbergi: Rúmgott og bjart. Parket og fataskápur. 
Eldhús: Parket á gólfi, hvít og viðarlituð U-laga innrétting með góðu skápaplássi, fallegt útsýni. 
Stofa og borðstofa eru samliggjandi: Mjög rúmgott og bjart rými, parket á gólfi. Mikil lofthæð og stórir gluggar. Útgengi á fallega timburverönd með heitum potti. Einnig er útgengi á stórar norður- og vesturvalir.
Gestasnyrting: Flísar á gólfi, handlaug, salerni.
Stór og fallegur stigi liggur niður á neðri hæð. Stiginn er steyptur og parketlagður. Stór og fallegur gluggi nær frá efri hæð niður á neðri hæð sem setur einkar glæsilegan svip á húsið.

Neðri hæð: 
Hol og sjónvarpsrými: Parket á gólfi. Auðvelt er að stúka sjónvarpsrými af og útbúa fimmta svefnherbergið. Útgengi er frá neðri hæð í gróinn garð.
Svefnherbergi 2 (hjón): Mjög rúmgott, parket á gólfi, opið fataherbergi. 
Svefnherbergi 3: Parket á gólfi, fataskápur. 
Svefnherbergi 4: Parket á gólfi, fataskápur. 
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Innrétting með handlaug, baðkar, sturta, handklæðaofn, salerni.
Þvottahús: Steypt gólf, léttar hillur, skolvaskur, opnanlegur gluggi. 
Bílskúr er tvöfaldur (50 fm). Steypt gólf, heitt og kalt vatn, skolvaskur, geymsluloft, opnanlegir gluggar. Stórt bílaplan er fyrir framan bílskúr.
Snjóbræðsla er í bílaplani og í tröppum frá bílastæði að húsi. Dæla er nýleg.


Allar nánari upplýsingar veitir:
Lára Þyri Eggertsdóttir, löggiltur fasteignasali/B.A. í lögfræði í síma 899-3335 eða lara@fastlind.is

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lind fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá. 


 

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
27. jan. 2022
93.250.000 kr.
112.000.000 kr.
228.2 m²
490.798 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone