Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Styrmir Bjartur Karlsson
Vista
svg

1646

svg

1318  Skoðendur

svg

Skráð  16. apr. 2025

hæð

Laufás 3

210 Garðabær

124.900.000 kr.

866.759 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2214865

Fasteignamat

85.800.000 kr.

Brunabótamat

67.850.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1962
svg
144,1 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur
Opið hús: 24. apríl 2025 kl. 15:00 til 16:00

Opið hús: Laufás 3, 210 Garðabær. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 24. apríl 2025 milli kl. 15:00 og kl. 16:00.

Lýsing

CROISETTE – KNIGHT FRANK kynnir í einkasölu vandaða og nýlega endurnýjaða efri sérhæð með bílskúr að Laufási 3 í Garðabæ. Eignin er samtals 144,1 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands, þar af eru íbúðarrými 114,8 fm og bílskúr 29,3 fm. Íbúðin samanstendur af forstofu með sér þvottahúsi, opnu alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, baðherbergi og þremur svefnherbergjum. Árið 2024 fóru fram umfangsmiklar endurbætur þar sem skipt var um raflagnir, neysluvatnslagnir og hitalagnir. Gólfhiti var lagður í öll rými og loft og veggir einangruð að nýju. Innra skipulag var að hluta endurskoðað og nýjar innréttingar settar upp á baðherbergi og eldhúsi. Íbúðin er staðsett í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í Garðabæ, í göngufæri við skóla, leikskóla og helstu stofnæðar. Svæðið er gróið og vel skipulagt með greiðu aðgengi að þjónustu og útivist. Allar nánari upplýsingar veitir Eva Margrét Ásmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, í s. 822-8196 eða eva@croisette.is

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ EIGNINA Í 3D

Nánari lýsing:
Anddyri: Rúmgott með sérsmíðuðum bekk með geymsluplássi undir og aðgengi að þvottahúsi með sérsmíðaðri rennihurð. Gólf er flísalagt.
Hol frá anddyri: Tengir saman helstu rými íbúðarinnar. Á holinu eru tveir fataskápar, annar tvöfaldur með skúffum og hengi og hinn einfaldur með skúffum og hengi. Gólf er lagt harðparketi.
Stofa og borðstofa: Opnar og bjartar samliggjandi stofur með stórum gluggum og útgengi á suðursvalir. Á einum vegg í stofu er hljóðdempandi panill sem setur hlýjan svip á rýmið. Gólf er lagt harðparketi.
Eldhús: Stílhrein innrétting og eyja klædd kvartssteini. Góð vinnuaðstaða, mikið skápapláss, spanhelluborð í yfirstærð, ofn í vinnuhæð, innbyggður vínkælir í eyju. Rafknúin sorpkvörn í vaski, innbyggður ísskápur, uppþvottavél og örbylgjuofn. Sérsmíðaður eldhúsbekkur í borðkrók með geymslu undir og upplýstur tækjaskápur í innréttingu. Gólf er lagt harðparketi.
Baðherbergi: Upphengt salerni, walk-in sturta, handklæðaofn og innrétting úr ljósum við og speglaskáp með innbyggðri LED lýsingu. Flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi I: Hjónaherbergi með rúmgóðum fataskáp. Á einum vegg er hljóðdempandi panill. Gólf er lagt harðparketi.
Svefnherbergi II: Herbergi með innbyggðum fataskáp og innfelldri LED lýsingu í lofti. Gólf er lagt harðparketi.
Svefnherbergi III: Herbergi með innbyggðum fataskáp og innfelldri LED lýsingu í lofti. Gólf er lagt harðparketi.
Þvottahús: Inn af anddyri, með nýlegri innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Gólf er flísalagt.
Bílskúr: Rúmgóður með flísum á gólfi og flísalagðri gryfju sem nýtist sem geymsla. Hleðslustöð hefur verið sett upp utan á bílskúr. Gólf er flísalagt.
Garður: Sameiginlegur og vel hirtur garður með niðurgrafinu trampólíni. Gróður og afmörkuð svæði skapa skjólsælt og fjölskylduvænt útisvæði.

Endurbætur samkvæmt seljanda (2024):
-Raflagnir endurnýjaðar.
-Hitalagnir endurnýjaðar.
-Gólfhiti í öllum rýmum.
-Einangrun endurnýjuð í veggjum og lofti.
-Nýtt harðparket og flísar.
-Öll hurðagöt hækkuð með sérsmiðum hurðum.
-Ný eldhúsinnrétting og tæki.
-Baðherbergi endurnýjað og öll blöndunartæki.
-Bílskúr flísalagður, gryfja og hleðslustöð sett upp.

Nánari upplýsingar veitir: 
Eva Margrét Ásmundsdóttir, löggiltur fasteignasali í s. 822-8196 eða eva@croisette.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 - Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 - Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 - Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 - Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.

Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
15. feb. 2024
86.650.000 kr.
83.500.000 kr.
144.1 m²
579.459 kr.
26. okt. 2007
23.565.000 kr.
29.900.000 kr.
144 m²
207.639 kr.
11. ágú. 2006
20.755.000 kr.
25.500.000 kr.
144 m²
177.083 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík