Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Vista
sumarhús

Hlíðabyggð 5

320 Reykholt Borgarfirði

99.988.777 kr.

994.913 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2334550

Fasteignamat

2.210.000 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
100,5 m²
svg
3 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur
svg
Laus strax

Lýsing

Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:

Lúxus heilsárshús, nýbyggt á mjög gróinni útsýnislóð með mikilli víðsýni til jökla og fjalla.

Eignin er staðsett í landi Stóra-Áss í Borgarbyggð, aðeins 8 min akstur í Húsafell.

Aðalhús er með 70 fm grunnfleti ásamt 30,8 fm svefnlofti/koníaksstofu  (að hluta til undir súð) og 30,5 fm gestahúsi, samtals 131,3 fm að grunnfleti.

Húsið er einstaklega vandað í alla staði að innan og utan, allar timburklæðningar að utan eru úr vönduðu og viðhaldsléttu, hitameðhöndluðu efni frá Thermowood.

Hitaveita, eignarlóð/leigulóð (þú velur), heitur pottur, kaldur pottur, sauna, grillhús, gestahús og 350 fm bílastæði.


EIGNIN ER EINGÖNGU SÝND Í EINKASKOÐUN OG PANTA SKAL TÍMA HJÁ FASTEIGNASALA, Hrannari í síma 899 0720 eða hrannar@domusnova.is


Í aðalhúsi er alrými (eldhús/borðstofa/stofa), tvö svefnherbergi, baðherbergi og svefnloft/koníaksstofa.

Gólfefni utan votrýma er mjög vandað Wild West Oak harðparket frá Parka.

Flísar á votrýmum eru sérinnfluttar og sérstaklega vandaðar frá Ítalíu.

Húsið er á steyptri plötu með gólfhita sem kynnt er með hitaveitu.

Lýsingar í húsi eru innfelldar og led borðar frá Rafkaup, einstaklega smekkleg útilýsing við bílaplan, hús og umhverfis húsið í trjálínu og skógi.

Öll heimilistæki í eldhúsi eru "top of the line" frá Siemen, span helluborð, bakaraofn með sjálfhreinsibúnaði, innbyggð uppþvottavél og ísskápur.

Innréttingar á baðherbergi eru sérinnfluttar frá Smith með ítölskum vöskum og borðplötum úr ítölskum steinflísum.


200 fm verönd með útieldhúsi ásamt stórum heitum potti og minni köldum frá Trefjum.

Pottarnir eru með hita- og vatnsstýringum frá Pottastýringum sem hægt er að wifi tengja við síma eða önnur snjalltæki.

Falleg lýsing er bæði við og ofaní pottunum.

Útieldhúsið er af flottustu gerð, innfelld lýsing, ítalskar borðplötur úr steinflísum, fallegir skápar smíðaðir úr Thermowood og tripple shadow klæðning í loftinu.

Flott Weber grill verður afhent með eigninni sem passar inn í útieldhúsið.


Gestahús skiptist upp í hjónasvítu með sér baðherbergi í sama stíl og í aðalhúsi.

Næst kemur geymsla/inntök/þvottahús með sér inngangi og svo að endingu glæsileg sauna með þreföldum bekk á hæðina með fallegri lýsingu bæði í baki og ledborða.

Vönduð sérsmíðuð ljós að hluta til (eins og notuð eru við Edition hótelið) meðfram bílaplani og í lóðinni, inni í trjám og runnum, gefa eigninni höfugt útlit á fallegum kvöldum.

Bílastæði er mjög stórt, u.þ.b. 300-400 fm.

Frárennsli frá húsinu endar allt í vandaðri og nýjustu gerð af hreinsistöð frá Iðnver.

Húsið stendur á 4.569 fm leigulóð/eignarlóð (þú velur) úr landi Stóra-Áss og greitt er 250.000 kr á ári sem dekkar lóðarleigu, notkun á heitu og köldu vatni ásamt snjómokstri sem landeigandi sér um.

Hægt er að fá lóðina keypta og breyta henni í eignarlóð og kostar 1.400 kr/fm að leysa lóðina til sína til eignar.

Pöntun á skoðun og nánari upplýsingar fást hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.








 

Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone
Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone