Lýsing
Virkilega vel skipulögð og glæsileg 3ja herbergja útsýnisíbúð á 10. hæð ásamt stæði í bílageymslu á frábærum stað við Lund 5 í Kópavoginum. Einstaklega falleg eign með aukinni lofthæð og vönduðum innréttingum frá Brúnás. Frá stofu er unnt að ganga út á yfirbyggðar og opnanlegar 10,4 fm svalir með glæsilegu útsýni. Eigninni fylgir mjög gott stæði í bílakjallara og innaf stæðinu er 17,7 fm geymsla sem býður upp á mikla möguleika. Sérstæði í bílageymslunni til þess að þvo bílinn. Mjög snyrtilegt umhverfi og göngufæri er í alla helstu þjónustu og verslanir og góðir hjóla- og göngustígar eru um hverfið og nágrenni. Vandaðar innréttingar og gólfefni - gólfhiti - tengi fyrir rafbíl við stæði í bílageymslu í kjallara hússins - aukin lofthæð - myndadyrasími - tvær lyftur eru í húsinu - fataherbergi innaf hjónaherbergi - sameiginlegar austursvalir.
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT OG ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu með fataskáp. Innaf forstofunni er þvottahús með innréttingu og skolvaski. Frá forstofu tekur við hol / sjónvarpshol. Svefnherbergi með fataskáp. Mjög fallegt eldhús með innréttingum frá Brúnás sem ná alveg upp í loft, flísar á milli efri og neðri skápa, eldunareyja sem hægt er að sitja við. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með gólfsíðum gluggum með glæsilegu útsýni. Frá stofu er gengið út á yfirbyggðar svalir með fallegu útsýni. Hjónaherbergi með fataherbergi innaf sem hægt er að loka af með rennihurð. Flíslagt baðherbergi í hólf og gólf með Walk-in sturtu, handklæðaofn og innréttingu frá Brúnás. Mjög rúmgóð 17,7 fm sérgeymsla innaf bílastæðinu í bílakjallaranum. Mjög snyrtileg og vel umgengin sameign með tveimur sameiginlegum hjólageymslu. Gólfefni íbúðar: parket og flísar á gólfum.
Frábær staðsetning. Örstutt í verslun og þjónustu. Í næsta nágrenni er Fossvogurinn með sinni einstöku fegurð, Öskjuhlíðin og fleira.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat