












Lýsing
Miklaborg kynnir: 4ra herbergja íbúð á 2. hæð (íbúð 208) með svölum til suðvesturs og stæði í lokuðum bílakjallara við Smyrilshlíð 6 í Reykjavík. Um er að ræða fjölbýlishús með lyftu sem byggt er árið 2019. Íbúðin er skráð alls 102,7 fm að stærð og þar af er geymsla 8 fm. Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og sérstæði í bílakjallara. Svalir snúa inn í fallegan inngarð þar sem meðal annars er leiksvæði fyrir börn. Góð eign á frábærum stað í Reykjavík.
Forstofa: Með fataskáp. Parket á gólfi.
Stofa: Rúmgóð og björt með útgengi á suðvestur svalir. Parket á gólfi.
Eldhús: með ljósri innréttingu. Parket á gólfi.
Svefnherbergi I: Rúmgott hjónaherbergi með góðum fataskáp. Parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Með fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi III: Innaf forstofu. Með fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergi: Með sturtu, upphengdu salerni og handklæðaofni. Þvottaaðstaða með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og hluta veggja.
Svalir: 6,8 fm suðvestur svalir sem snúa út í fallegan inngarð.
Geymsla: 8 fm. Í kjallara.
Bílastæði: Í bílakjallara undir húsi á -2 hæð.
Fyrir nánari upplýsingar eða bóka skoðun:
Steinn Andri Viðarsson löggiltur fasteignasali í síma 775-1477 eða steinn@miklaborg.is
Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822-2307 eða olafur@miklaborg.is