Lýsing
Um er að ræða rúmgott og vel skipulagt 281.9 fm parhús á fallegum útsýnisstað við Norðurbrún 22.
Húsið stendur í enda götunnar og er nokkuð óhindrað útsýni af efri hæð til norðurs og austurs.
Húsið hefur allt verið endurnýjað á síðastliðnu ári og er möguleiki á að útbúa tvær sér íbúðir á jarðhæð með sérinngangi sem að eru tilvaldar til útleigu eða fyrir unglinginn.
EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.
Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 7700 309 eða th@landmark.is
FÁÐU SÖLUYFIRLIT YFIR EIGN STRAX HÉR.
Skipulag neðri hæðar:
Á neðri hæð er komið inní flísalagða forstofu og þaðan inn í hol úr holi er tréstigi uppá efri hæð og einnig er inngengt í auka íbúðir úr holi.
Rúmgott herbergi með baðherbergi (studíoíbúð) með sérinngangi við hlið aðalinngangs með sér forstofu og flísalögðu baðherbergi með sturtu, auðvelt að setja upp eldhúsinnréttingu í alrými.
Parket og flísar á gólfum studioíbúðar.
Tvö önnur rúmgóð herbergi (mögulegt að útbúa tveggja herbergja íbúð) eru einnig á jarðhæð sem að er með inngang úr holi en einnig er sérinngangur í hana bakvið húseign.
Sú íbúð skiptist í tvö stór herbergi og er mögulegt að setja upp baðherbergi og eldhús þar, lagnir til staðar.
Parket og flísar á gólfum íbúðar.
Þá er bílskúr á jarðhæð með rafdrifni bílskúrshurð
Skipulag efri hæðar:
Á efri hæð er alrými, stofa, borðstofa, stórt eldhús með fallegur útsýni til norðurs yfir sundin og í átt að Esjunni, herbergjagangur, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og verið er að vinna í því að klára sólstofu í framhaldi af stofu.
Útgengt úr stofu út á suður-verönd og þá eru litlar svalir út af hjónaherbergi.
Parket og flísar gólfum efri hæðar.
Eftirtaldir hlutir hafa verið endurnýjaðir af núverandi eigendum á s.l. ári:
-Nýtt þak og borðaklæðning og innraloft, sett innfeld lýsing á efri hæð.
-Nýtt rafmagn og tenglar á efri hæð, nýjar rafmagnstöflur.
-Ný eldhúsinnrétting í eldhús.
-Ný gólfefni á allt húsið.
-Nýjir gluggar og gler.
-Aðalbaðherbergi endurnýjað uppá nýtt.
-Steyptar tröppur og sett hurð garðmegin inn í kjallara.
-Gluggar stækkaðir í stóra herberginu í kjallaranum.
-Opnað var inn í litlu íbúðina á jarðhæð.
-Húsið allt nýmálað að utan og innan.
-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat