Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Kristinsson
Kjartan Hallgeirsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Daði Hafþórsson
Gunnar Helgi Einarsson
Gunnar Bergmann Jónsson
Lilja Guðmundsdóttir
Jenný Sandra Gunnarsdóttir
Ingimar Óskar Másson
Kári Sighvatsson
Jenný Sif Ólafsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2004
svg
142,1 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Bílastæði
svg
Lyfta

Lýsing

Eignamiðlun kynnir:

Glæsileg 4 herbergja íbúð á 3. hæð í Skuggahverfinu í miðbæ Reykjavíkur. Frábært skipulag. Þrennar svalir, til austurs, vesturs og stórar þaksvalir. Stæði í bílageymslu. Íbúðin er laus til afhendingar í ágúst 2025. 

Bóka þarf skoðun, ekki verður haldið opið hús. Allar upplýsingar gefur Kári Sighvatsson lögfr. og löggiltur fasteignasali, sími 899-8815, kari@eignamidlun.is 

*** Smelltu hér til að sækja söluyfirlit ***

Um er að ræða nánar tiltekið íbúð 302 við Vatnsstíg 15, 101 Reykjavík, F2264069. 4 herbergja íbúð á 3. hæð. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, sérþvottahús/búr, rúmgóða borðstofu og setustofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og snyrtingu. Sérgeymsla í kjallara hússins. Íbúðinni fylgir 40,3 fm þakgarður og 4,5 fm geymsla á þaki matshluta 03 (eignarhluti 03 0401 - rými nr. 0401 og nr. 0403). Skipulag íbúðar er í samræmi við upphaflega eignaskiptayfirlýsingu með skjalnúmerið 411-A-019757/2003. Birt flatarmál íbúðar er samkvæmt henni alls 142,1 fm og skiptist í 126,5 fm íbúðarrými, 11,1 fm í geymslu í kjallara og 4,5 fm geymsla á þaksvölum á matshluta 03. 

Anddyri er með fataskáp, flísar á gólfi. 
Eldhús er með klassískri hvítri innréttingu, svartur steinn á borðum. Vönduð eldhústæki frá Miele. Flísar á gólfi. 
Sérþvottahús/búr milli anddyris og eldhúss með skápaplássi og gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu. Flísar á gólfi. 
Borðstofa og setustofa eru rúmgóðar, parket á gólfi. Glerútbygging er í borðstofu sem hleypir góðri birtu inn í rýmið. Útgengt er á vestursvalir úr setustofu og einnig út á stórar þaksvalir. Rýmið er bjart og opið með stórum gólfsíðum gluggum í tvær áttir. 
Svefnherbergi 1 er rúmgott með mjög miklu skápaplássi. Sérsmíðaðar innréttingar. Parket á gólfi. Útgengt er á austursvalir úr herberginu.  
Svefnherbergi 2 er rúmgott með fataskápum. Sérsmíðaðar innréttingar. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi 3 er með fataskápum. Sérsmíðaðar innréttingar. Parket á gólfi. Útgengt er á austursvalir úr herberginu. Mögulegt væri að opna á milli herbergja 2 og 3 og hafa þar eitt stórt herbergi eða sjónvarpsstofu. 
Baðherbergi er með stórri hvítri innréttingu með skúffum og skápum og handlaug. Svartur steinn á borði. Baðkar. Sturta. Vegghengt salerni. Handklæðaofn. Flísalagt í hólf og gólf. 
Snyrting er með handlaug og upphengdu salerni. Flísar í hólf og gólf. 
Sérgeymsla er í kjallara hússins merkt -104. 
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign.  
Sérbílastæði í bílageymslu í kjallara hússins. Uppsett hleðslustöð. 

Fyrir liggja teikningar, sem samþykktar voru af byggingarfulltrúa með skilyrði 15.2.2011, sem heimila stækkun íbúðarinnar um ca 34,3 fm með viðbyggingu. Samkvæmt Fasteignaskrá HMS og núgildandi eignaskiptayfirlýsingu með skjalnúmerið 411-T-005224/2012 er eignin skráð samtals 177,8 fm sem skiptist í 137,9 fm í matshluta 01, þar af er íbúðarrými 126,3 fm og sérgeymsla í kjallara hússins er 11,6 fm, og 39,9 fm skáli í matshluta 03 en það samræmist ekki núverandi skipulagi þar sem ekki hefur verið byggð viðbygging. Auk þess er talað um 17,8 fm yfirbyggðar þaksvalir sem samræmist heldur ekki núverandi skipulagi. Ný eignaskiptayfirlýsing er í vinnslu. 

Vatnsstígur 15 er matshluti 01 og í honum eru 15 íbúðir á 10 hæðum auk tveggja kjallara, 00 og -1 þar sem eru geymslur, gangur, stigahús, sorpgeymsla og tæknirými. Hiti er sameiginlegur samkvæmt hlutfallstölu. Ofnakerfi, ofnar eru í öllum rýmum. Rafmagn er á sérmæli fyrir íbúðina. 

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og 25. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

img
Kári Sighvatsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Eignamiðlun
Grensásvegi 11, 108 Reykjavík
Eignamiðlun

Eignamiðlun

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík
img

Kári Sighvatsson

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
24. feb. 2011
39.250.000 kr.
44.500.000 kr.
142.1 m²
313.160 kr.
24. maí. 2006
20.048.000 kr.
58.000.000 kr.
142.1 m²
408.163 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Eignamiðlun

Eignamiðlun

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík

Kári Sighvatsson

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík