Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2007
159,3 m²
3 herb.
2 baðherb.
1 svefnh.
Þvottahús
Bílastæði
Lyfta
Lýsing
Borg fasteignasala kynnir : Einstaklega glæsileg og björt 159,3 fm penthouse íbúð á 10. hæð í góðu lyftuhúsi með stórum garðsvölum á þessum vinsæla stað. Stórar stofur, vandað eldhús, fataherbergi, 1-2 svefnherbergi, stórt baðherbergi og gestasnyrting. Þvottahús innan íbúðar. Stórar þaksvalir yfirbyggðar að hluta, með heitum potti og góðri útiaðstöðu. Frábært útsýni. Stutt göngfæri í verslanir, veitingastaði og fallegar gönguleiðir í Fossvogsdal og út í Nauthólsvík. Um er að ræða rúmgóða þakíbúð ásamt 2 stæðum bílageymslu. Tvær lyftur. Sameign er mjög snyrtileg. Húsið sem er vandað og byggt af Byggingafélagi Gylfa og Gunnars árið 2007. Húsið er klætt með áli og sedrusvið.
Íbúðin er skráð 147 fm., auk geymslu í kjallara 12,3fm. eða samtals 159,3fm. Auk þess fylgja sér merktar svalir til austurs og vesturs 83,8,1fm. til viðbótar við öryggissvalir sem eingöngu nýtast íbúðinni og snúa til vesturs og norðurs. Í upphituðum bílakjallara undir húsinu fylgja tvö sérmerkt og samstæð bílastæði B039 og B040. Aðeins tvær íbúðir eru á hæðinni.
Nánari lýsing:
Fyrst er komið inn í rúmgott og bjart anddyri með góðum skápum. Fallega innréttuð gestasnyrting. Beint af augum eru stofur/borðstofa og eldhús í vel hönnuðu opnu rými sem tengist vel. Eldhúsið er með vandaðri og fallegri hvítri innréttingu og miklu skápaplássi og góðri eldunareyju. Út um glugga í eldhúsi er fallegt útsýni yfir í Fossvogsdal og Nauthólsvík. Rúmgóð borðstofa tengist vel eldhúsinu og þar eru fallegir gólfsíðir gluggar og rennihurð út á þakveröndina. Stofurnar eru í framhaldi af borðstofunni, rúmgóðar og bjartar með gluggum á þrjá vegu sem skapar einstaklega skemmtilega gegnumbirtu.
Á hægri hönd frá anddyri er svefnherbergisálma þar sem er breiður og góður gangur með góðum gluggum. Þvottahús með góðri innréttingu. Opið og gott rými t.d. fyrir sjónvarp og bækur. Stórt baðherbergi með fallegri og vel hannaðri innréttingu, hornbaðkeri og stórri sturtu. Innangengt er frá baðherbergi inn í fataherbergi og þaðan inn í hjónaherbergið. Frá sjónvarpsstofu er einnig gengið inn í hjónaherbergið sem er mjög stórt. Þar var gert ráð fyrir tveimur svefnherbergjum, en rýmið var sameinað í eitt stórt hjónaherbergi, sannkallaða lúxushjónasvítu. Auðvelt væri að breyta því í tvö svefnherbergi.
Úr hjónaherberginu er gengið út á yfirbyggðar svalir með stórum heitum potti, sem hægt er að nýta allt árið. Auðvelt er að renna frá gluggum og opna það rými á góðviðrisdögum. Útgengi út á svalirnar frá þessu rými og ná svalirnar meðfram allri íbúðinni yfir í stofuálmuna, sem skapar sérlega skemmtilega tengingu.
Stórar svalir eru meðfram allri íbúðinni til austurs og suðurs og glæsilegt útsýni til allra átta. Allar innréttingar og gólfefni er sérlega vandað, ljósar flísar og hvítar innréttingar, sem skapar hlutlausan og bjartan ramma fyrir húsgögn og málverk. Borðplötur og gluggakistur eru úr ljósum kvartz náttúrusteini.
Hiti í gólfum
Aukin lofthæð í allri íbúðinni með innfeldum ljósum
Geymsla í kjallara er rúmgóð með loftræstingu.
Sameign hússins er öll til fyrirmyndar.
Nánari upplýsingar veita :
Börkur Hrafnsson, lögmaður og lögg. fasteignasali , í síma 8924944, tölvupóstur borkur@fastborg.is.
Úlfar Þór Davíðsson, lögg. fasteignasali, í síma 788-9030, tölvupóstur ulfar@fastborg.is
Íbúðin er skráð 147 fm., auk geymslu í kjallara 12,3fm. eða samtals 159,3fm. Auk þess fylgja sér merktar svalir til austurs og vesturs 83,8,1fm. til viðbótar við öryggissvalir sem eingöngu nýtast íbúðinni og snúa til vesturs og norðurs. Í upphituðum bílakjallara undir húsinu fylgja tvö sérmerkt og samstæð bílastæði B039 og B040. Aðeins tvær íbúðir eru á hæðinni.
Nánari lýsing:
Fyrst er komið inn í rúmgott og bjart anddyri með góðum skápum. Fallega innréttuð gestasnyrting. Beint af augum eru stofur/borðstofa og eldhús í vel hönnuðu opnu rými sem tengist vel. Eldhúsið er með vandaðri og fallegri hvítri innréttingu og miklu skápaplássi og góðri eldunareyju. Út um glugga í eldhúsi er fallegt útsýni yfir í Fossvogsdal og Nauthólsvík. Rúmgóð borðstofa tengist vel eldhúsinu og þar eru fallegir gólfsíðir gluggar og rennihurð út á þakveröndina. Stofurnar eru í framhaldi af borðstofunni, rúmgóðar og bjartar með gluggum á þrjá vegu sem skapar einstaklega skemmtilega gegnumbirtu.
Á hægri hönd frá anddyri er svefnherbergisálma þar sem er breiður og góður gangur með góðum gluggum. Þvottahús með góðri innréttingu. Opið og gott rými t.d. fyrir sjónvarp og bækur. Stórt baðherbergi með fallegri og vel hannaðri innréttingu, hornbaðkeri og stórri sturtu. Innangengt er frá baðherbergi inn í fataherbergi og þaðan inn í hjónaherbergið. Frá sjónvarpsstofu er einnig gengið inn í hjónaherbergið sem er mjög stórt. Þar var gert ráð fyrir tveimur svefnherbergjum, en rýmið var sameinað í eitt stórt hjónaherbergi, sannkallaða lúxushjónasvítu. Auðvelt væri að breyta því í tvö svefnherbergi.
Úr hjónaherberginu er gengið út á yfirbyggðar svalir með stórum heitum potti, sem hægt er að nýta allt árið. Auðvelt er að renna frá gluggum og opna það rými á góðviðrisdögum. Útgengi út á svalirnar frá þessu rými og ná svalirnar meðfram allri íbúðinni yfir í stofuálmuna, sem skapar sérlega skemmtilega tengingu.
Stórar svalir eru meðfram allri íbúðinni til austurs og suðurs og glæsilegt útsýni til allra átta. Allar innréttingar og gólfefni er sérlega vandað, ljósar flísar og hvítar innréttingar, sem skapar hlutlausan og bjartan ramma fyrir húsgögn og málverk. Borðplötur og gluggakistur eru úr ljósum kvartz náttúrusteini.
Hiti í gólfum
Aukin lofthæð í allri íbúðinni með innfeldum ljósum
Geymsla í kjallara er rúmgóð með loftræstingu.
Sameign hússins er öll til fyrirmyndar.
Nánari upplýsingar veita :
Börkur Hrafnsson, lögmaður og lögg. fasteignasali , í síma 8924944, tölvupóstur borkur@fastborg.is.
Úlfar Þór Davíðsson, lögg. fasteignasali, í síma 788-9030, tölvupóstur ulfar@fastborg.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
28. okt. 2016
63.100.000 kr.
97.500.000 kr.
159.3 m²
612.053 kr.
9. nóv. 2007
26.990.000 kr.
69.000.000 kr.
159.3 m²
433.145 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025