Lýsing
Glæsilegt og vel staðsett 311,1 fm. pallbyggt einbýlishús á 780 fm. sjávarlóð, við Sæbólsbraut í Kópavogi.
ATH. Búið er að samþykkja teikningar og aðalskipulag vegna stækkun, m.a. hefur verið byggt yfir svalir til austurs og smíðuð ný útigeymsla.
Lokaúttekt er í vinnslu, en eftir stækkun er birt flatarmál eignarinnar áætlað rúmir 360 fm.
Um er að ræða mjög vel byggt, bjart, smekklegt og vandað hús í alla staði.
Fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði við Fossvoginn.
ÝTTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT
Nánari lýsing:
Miðpallur: Komið er inn í flísalagða og rúmgóða forstofu.
Parketlagt hol með fataskáp. Nýlega endurnýjað gesta baðherbergi. Flísalagt með upphengdu salerni og opnanlegum glugga.
Eldhúsið er opið og bjart með eyju. Granítborðplötur, efri og neðri skápar, borðkrókur, háfur, tveir ofnar í vinnuhæð og mikil lofthæð. Útgengi er úr eldhúsi um rennihurð á stóra harðviðarverönd til suðurs (um 200 fm).
Efri pallur:
Frá holi er gengið upp breiðan parketlagðan stiga í stóra stofu. Hún er parketlögð með mikilli lofthæð. Arinn og innfeld lýsing í loftum.
Fallegur horngluggi setur smekklegann svip á stofuna. Úr stofu er útgengi á hornsvalir til norðurs og vesturs með fallegu útsýni yfir Fossvoginn/sjóinn.
Stór hjónasvíta með parketi og góðum skápum. Búið er að byggja yfir stórar svalir, um 16 fm. Gólfhiti. Rýmið bíður upp á marga möguleika, svo sem aukaherbergi eða skrifstofu.
Inn af hjónaherbergi er rúmgott flísalagt baðherbergi með sturtu. Gert er ráð fyrir baðkari.
Neðri pallur:
Sjávarmegin eru m.a. tvö rúmgóð parketlögð svefnherbergi með skápum. Útgengi á pall úr öðru þeirra.
Bjart parketlegt hol er á milli herbergjanna með útgengi í garð.
Nýlega endurnýjað flísalagt baðherbergi með sturtu, handklæðaofni og hita í gólfi.
Stórt flísalagt þvottahús með góðri innréttingu. Hurð út í garðinn til vesturs.
Innangengt í 42 fm. upphitaðan bílskúr með stórri innkeyrsluhurð og sjálfvirkum bílskúrshurðaopnara. Epoxy á gólfi.
Geymsla innaf bílskúr og gönguhurð á hliðinni. Mótor fyrir loftræstingu í rými inn af bílskúr.
Inn af bílskúr er 46,5 fm. geymsla/tómstundarými með opnanlegum glugga. Innangengt er inn í rýmið af neðsta palli og þar má koma fyrir svefnrými.
Varðandi loftræstikerfi, þá er sog á öllum baðherbergjum og blásið inn í flest öll rými hússins.
Við hlið aðalinngangs er hjólageymsla.
Önnur nýlega standsett útigeymsla (hluti af stækkun) er á vesturgafli hússins.
Fallegur aðgirtur garður, þar sem m.a. hefur verið gert ráð fyrir úti arinn eða pizzaofni vestanmegin í garði.
Glæsilegur upphækkaður hitaveitupottur er staðsettur þar sem sólar nýtur lengst við.
Húsið er steinað, einangrað að utan og innan.
Rúmgott bílastæði við húsið, hellulagt og með hitalögnum.
Göngustígur liggur frá húsinu út á Kársnesið, þar sem stutt verður í göngubrúnna sem er áætluð yfir í Fossvoginn og tengja mun Kópavog og Reykjavík stutt frá Nauthólsvík.
VINSAMLEGAST BÓKIÐ SKOÐUN
Nánari upplýsingar veita:
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / knutur@helgafellfasteignasala.is
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali, s: 898-6822 / kristjan@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.