Lýsing
Friggjarbrunnur 34, 113 Reykjavík er fallegt og vel skipulagt endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á skemmtilegum og fjölskylduvænum stað í Úlfarsárdal. Grænt svæði bakvið húsið. Um er að ræða 224,4 fermetra eign sem byggt er árið 2008 og skiptist forstofu, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi og rúmgóðri stofu með aukinni lofthæð, stórum gluggum og útsýni til suðurs. Gólfihiti er í öllu húsinu og innfelld lýsing er í flestum rýmum.
Lóðin er fullfrágengin með timburverönd, heitum potti, skólveggjum og snyrtilegum grónum garði. Framan við hús er hellulögð innkeyrsla með stóru og góðu bílastæði sem rúma 3 bíla.
Stutt í íþróttaaðstöðu Fram, leik- og grunnskóla sem og út í fallega náttúru.
Efri hæð:
Forstofa: Velkomin inn í rúmgóða forstofu á efri hæð hússins, þar er þrefaldur hvítur fataskápur. Dökkar flísar á gólfi og stórir gluggar skapa bjarta og opna stemningu. Innangengt er í bílskúr úr forstofu.
Eldhús: Eldhúsið, stofa og borðstofa mynda saman opið rými með mikla lofthæð og gólfsíðum gluggum sem bjóða upp á stórkostlegt útsýni. Snyrtileg hvít innrétting, með stórri marmaraeyju, er í L-laga sniði og býður upp á keramikhelluborð og fallegan stálháf. Ofn í vinnuhæð og dökkar flísar á gólfi gefa rýminu stílhreinan blæ.
Stofa/Borðstofa: Stofan og borðstofan eru í samhengi við eldhúsið. Frá borðstofunni er gengið út á stórar suður svalir sem bjóða upp á glæsilegt útsýni að Reynisvatnsás. Setustofan er í framhaldi af borðstofunni, þar sem há lofthæðin og gólfsíðu gluggarnir skapa opna og loftkennda stemmingu. Innfelld lýsing og hulin birtu í loftklæðningu auka enn frekar þægindin.
Baðherbergi: Við forstofuna er rúmgott gestasalerni með dökkum flísum á gólfi og fallegum hvítum flísum á öðrum veggjum. Hvít skúffueining er undir vaski og upphengt salerni. Góð sturta með glerveggjum er beint á gólf.
Búr: Þar við hlið gestasalernisins er búr/geymsla með hillum og dökkum flísum.
Bílskúr: Innangengt í bílskúr úr forstofunni. Bílskúrinn er skráður 31,3 fm. Flísar á gólfi, gólfhiti, vinnuvaskur og bílskúrshurðaropnari.
Neðri hæð:
Herbergi I: Rúmgott herbergi með L-laga glugga, tvöfaldur fataskápur og ljós harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Aðalbaðherbergið er mjög stórt, með fallegum dökkum flísum, upphengdu salerni, stór sturta með glervegg og hornbaðkar er einnig til staðar. Gott skápapláss með fjórfaldri skúffu undir vaski og tveimur speglaskápum á vegg. Handklæðaofn og flísalagður bekkur við sturtuna.
Herbergi II (hjónaherbergi + fataherbergi): Rúmgott hjónaherbergi með ljósu harðparketi og vel útbúið fataherbergi.
Herbergi III: Ágætlega rúmgott herbergi með suður glugga og ljósu harðparketi.
Herbergi IV: Stórt herbergi með tvöföldum fataskáp og gólfsíðum gluggum til suðurs. Útgengt er á fallega timburverönd í suður, þar sem heitur pottur og skjólveggir bjóða upp á notalega stemningu.
Þvottaherbergi: Stórt þvottaherbergi með flísum á gólfi, innréttingu með hyrslum og vinnuvaski. Pláss er fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Geymsla: Geymslan er innaf þvottaherberginu.
Allt húsið er nýmálað að innan.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Helgafell fasteignasala, Sími: 566 0000
Rúnar Þór Árnason löggiltur fasteignasali í síma 775 5805 / runar@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.